Þau tvö vélíþróttafélög sem starfa á Egilsstöðum, Akstursíþróttafélagið Starf og Bifhjólaklúbburinn Goðar tengjast ekki skipulagðri glæpastarfsemi. Þau vinna þvert á móti því að skipulögð glæpastarfsemi skjóti rótum á svæðinu undir fölsku flaggi. Lögreglan óttast að Egilsstaðir séu næsti áfangastaður skipulagðrar glæpastarfsemi mótorhjólagengja.
Kárahnjúkavirkjun í hryðjuverkahættu?
Mannvirki Kárahnjúkavirkjunar virðast þau íslensku mannvirki sem helst virðast í hættu fyrir hryðjuverkaárásum. Áhættan telst þó fremur lítil. Umferðarslys, sjóslys og náttúruvár eru þeir þættir sem helst ógna öryggi Austfirðinga. Þetta kemur fram í nýju áhættumati Almannavarna sem birt var í vikunni.
Elvar Jónsson: Hrepparígur er náskyldur fasisma
Elvari Jónssyni, oddvita Fjarðalistans, líkar illa að vera sakaður um að ala á hrepparíg í deilunum sem staðið hafa um Heilbrigðisstofnun Austurlands. Hann segir hrepparíg náskyldan öfgastefnum eins og fasisma.
Sprengjuhótun hjá Alcoa
Lögreglunni á Eskifirði barst um miðjan janúar hótun um sprengju hjá Alcoa Fjarðaáli. Fljótlega kom í ljós að um gabb var að ræða. Málið er samt litið alvarlegum augum.
AST: Hringurinn þrengist um nýjan framkvæmdastjóra
Verkefnastjórn austfirskra stoðstofnana þokast nær því að ráða framkvæmdastjóra fyrir hina væntanlegu stofnun. Stofnunin hefur gengið hægar en vonir stóðu til.
Vopnfirskir unglingar láta til sín taka: Árleg poppmessa
Árleg poppmessa og kaffisala æskulýðsfélags Hofsprestakalls, Kýros, verður haldin í Vopnafjarðarkirkju klukkan 15:00 á morgun, sunnudaginn 11. mars.
Auknar álögur skaða austfirska ferðaþjónustu
Forsvarsmenn Ferðamálasamtaka Austurlands hafa áhyggjur af því að aukin gjöld á ferðalög innanlands hafi neikvæð áhrif á austfirska ferðaþjónustu. Gjöldin tengjast bæði flugi og eldsneyti einkabifreiða.
Íslandspóstur vill loka póstafgreiðslu á Mjóafirði
Íslandspóstur hyggst loka póstafgreiðslu sinni á Mjóafirði í sparnaðarskyni. Of lítil umsvif hafa verið þartil að fyrirtækið telji sig geta haldið úti þjónustunni. Landpóstur á að þjóna Mjófirðingum í staðinn. Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð segja lokunina enn eitt dæmið um hvernig þjónusta við landsbyggðina sé skert.
Bálhvasst á Borgarfirði: Þakplötur fuku af frystihúsinu
Bálhvasst hefur verið víða á Austurlandi í dag og samgöngur farið úr skorðum. Þakplötur rifnuðu af gamla frystihúsinu á Borgarfirði eystri.
HSA málinu lokið í bili: Friður fyrir frekari niðurskurði
Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð líta svo á að deilum við yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands vegna skýrslu um framtíð stofnunarinnar sé lokið. Þeir telja sig hafa fengið vilyrði fyrir því að ekki sé unnið eftir hugmyndum í skýrslunni og niðurskurðartímabili í austfirskri heilbrigðisþjónustu sé lokið.
Ekki nóg að kanna lífeyrisréttindin korteri fyrir töku lífeyris
Stjórn Stapa lífeyrissjóðs boðaði til almenns sjóðsfélagafundar á Reyðarfirði í gærkvöd. Kvöldið áður var sambærilegur fundur á Höfn í Hornafirði og í kvöld verður svo fundað á Vopnafirði. Tilefni fundanna er nýleg skýrsla um úttekt á fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegu umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins 2008. Kári Arnór Kárason framkvæmdastjóri Stapa er ánægður með fundina fyrir austan.
Markaðsstofan vinnur eftir sama verkefnalista og fyrri ár
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur af því markaðssetning Austurlands bíði skaða af því þótt hægar gangi að sameina austfirskar stoðstofnanir heldur en vonir stóðu til. Verkefnið á að endanum að skila sterkari, faglegri stofnunum heldur en fyrir voru. Ekki er verið að sameina eingöngu hagræðingarinnar vegna.