Björgunarbáturinn Hafdís í fyrsta útkallið

Nýr björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Geisla á Fáskrúðsfirði Hafdís fór í sitt fyrsta útkall, þegar kviknaði í strandveiðibát 19 sjómílur út af Gvendarnesi, milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar, upp úr hádegi í dag. 

Lesa meira

„Þetta húsnæði hefur rústað lífi okkar“

Þriggja barna móðir á Egilsstöðum segir sig og börn sín þrjú hafa orðið fyrir alvarlegu, varanlegu heilsutjóni af því að búa í húsnæði á vefum sveitarfélagsins Fljótsdalshéraðs sem svartur myglusveppur er að eyðileggja. Hún ásakar sveitarfélagið og starfsmenn þess fyrir að hafa dregið lappirnar í málinu.

 

Lesa meira

Jón Björn forseti bæjarstjórnar - Jens Garðar formaður bæjarráðs

ImageJón Björn Hákonarson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, verður næsti forseti bæjarstjórnar og Jens Garðar Helgason, oddviti sjálfstæðismanna, formaður bæjarráðs. Listarnir hafa náð saman um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Auglýst verður eftir bæjarstjóra.

 

Lesa meira

Engar kosningar kærðar

Úrslit austfirsku sveitarstjórnarkosninganna hafa verið staðfest. Engar kærur bárust yfirvöldum áður en kærufrestur rann út. Lítið var um útstrikanir á Vopnafirði.

 

Lesa meira

Fjóshornið opnar á Egilsstaðabýlinu

Bændurnir á Egilsstöðum á Völlum Vigdís Sveinbjörnsdótir og Gunnar Jónsson hafa opnað veitingastaðinn Fjóshornið, þar verða til sölu framleiðsluvörur Egilsstaðabýlisins.

Lesa meira

Oddvitinn Ólafur tekur ekki sæti í sveitarstjórn Vopnafjarðar

Ólafur Ármannsson, sem leiddi K-listann í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum í Vopnafjarðarhreppi, hefur látið af því embætti og ætlar ekki að taka sæti í nýrri sveitarstjórn. Hann segir umræðuna eftir kosningar hafa snúist um persónu hans og sé illa særður. Því vilji hann ekki koma í veg fyrir þá samstöðu sem hugsanlega sé hægt að ná í sveitarstjórn á kjörtímabilinu.

 

Lesa meira

Ekki margar útstrikanir á Seyðisfirði

Aðeins 24 útstrikanir voru á kjörseðlum vegna bæjarstjórnarkosningarinnar á Seyðisfirði um síðustu helgi.  Flestar af þeim eða 15 voru hjá Sjálfstæðisflokknum.

Lesa meira

Gauti næsti sveitarstjóri á Djúpavogi

Gauti Jóhannesson verður að öllu óbreyttu næsti sveitarstjóri Djúpavogshrepps. Ekki hefur verið gengið á ráðningunni en það verður að líkindum gert á næstu dögum.

 

Lesa meira

Málefnasamningur á Héraði: Farið yfir forsendur fjármála

meirihlutaskipti_fljotsdalsherad.jpgGreina á stöðu fjármála og fara yfir forsendur fjárhagsáætlunar samkvæmt málefnasamningi nýs meirihluta á Fljótsdalshéraði sem undirritaður var í gær. Þar segir einnig að tilvera og sjálfstæði allra grunnskólanna í sveitarfélaginu skuli tryggt.

 

Lesa meira

Sjómannadagsblað Austurlands 2010 er komið út

Það er 16. árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands sem nú lítur dagsins ljós og er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið en efnið tengist sjómennsku og útgerð á Austurlandi, fyrr og síðar.

Lesa meira

Hreinsunarstarf í fullum gangi í Fellabakaríi

Hreinsunarstarf stendur nú yfir af fullum krafti í Fellabakaríi.  Björgvin Kristjánsson bakari einn eigenda fyrirtækisins vonar að hægt verði að byrja að baka aftur á föstudaginn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar