07. desember 2023
Austurland á bæði hita- og kuldamet nóvembermánaðar
Líklega kvarta fáir yfir tæplega fjórtán stiga hita þegar vel er liðið á næstsíðasta mánuð ársins en það er hærra hitastig en meðalsumarhiti á Íslandi sem er 13,5 stig. Það var raunin á Seyðisfirði þann 21. nóvember þegar hitamælar á staðnum sýndu 13,9 stiga hita samkvæmt úttekt Veðurstofu Íslands.