23. nóvember 2023
Jón Björn snýr aftur í pólitíkina í Fjarðabyggð
Fyrrum bæjarstjóri Fjarðabyggðar, Jón Björn Hákonarson, hefur snúið aftur í sveitarstjórnarpólitíkina eftir að hafa sagt starfi sínu sem bæjarstjóri lausu snemma síðasta vetur. Hann kom til starfa á ný sem almennur bæjarfulltrúi í september og var kosinn nýr forseti bæjarstjórnar fyrr í vikunni.