19. desember 2023
Vitnuðu gosið á Reykjanesskaga frá upphafi
Það var skyndileg og óvenjuleg birta á Reykjanesskaganum sem varð til þess að skipstjórinn á Polar Ammassak, sem var rétt utan Reykjaness á leið til Hafnarfjarðar, greip kíki sinn í gærkvöldi og kannaði málið. Næstu mínútur fylgdist hann og áhöfn skipsins öll með þegar stórt svæði rifnaði bókstaflega upp vegna eldsumbrotanna við Sundhnúk.