05. janúar 2024
Óljóst hvort starfsemi RÚV á Austurlandi verður efld
Í nýjum þjónustusamningi menningar- og viðskiptaráðherra við Ríkisútvarpið ohf. er lögð sérstök áhersla á þjónustu við alla landsmenn og að starfsemi Ríkisútvarpsins á landsbyggðinni aukist um 10 prósent á samningstímabilinu, sem eru fjögur ár. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir líklegt að gerð verði tilraun til að efla starfsemi RÚV á Suðurlandi en að horft verði til eflingar á öðrum stöðum eftir því sem tækifæri gefist. Einn fréttamaður Ríkisútvarpsins sinnir nú öllu Austurlandi og samkvæmt svörum útvarpsstjóra hafa enn sem komið er engar ákvarðanir verið teknar um að efla þá starfsstöð.