Fréttir
Endurnýja samstarfssamning vegna Rannsóknarsetursins á Breiðdalsvík
Skrifað var í gær undir nýjan þriggja ára samstarfssamning Náttúrufræðistofnunar Íslands og Háskóla Íslands vegna reksturs Rannsóknarseturs HÍ á Breiðdalsvík. Undir samninginn skrifuðu Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstjóri Náttúrufræðistofnunar.