19. desember 2023
Mótmæla harðlega breytingum á starfsemi bókasafna Fjarðabyggðar
Forstöðukonur allra sjö bókasafna Fjarðabyggðar mótmæla harðlega þeim breytingum sem bæjarstjórn samþykkti í síðasta mánuði þess efnis að færa bókasöfn sveitarfélagsins undir stjórn grunnskólanna á hverjum stað en öll eru söfnin staðsett í grunnskólum hvers bæjarkjarna. Þess er krafist að ákvörðunin verði endurskoðuð.