19. ágúst 2025
Af illri nauðsyn sem loka þarf Jökulsárbrú á Fjöllum á háannatíma
Allnokkur óánægja er meðal margra Austfirðinga, og líkast til fleiri einstaklinga, með lokun brúarinnar yfir Jökulsá á Fjöllum frá klukkan átta á morgnana til klukkan 19 á kvöldin næstu tvær vikurnar. Þó opnað sé tímabundið fjórum sinnum stuttlega yfir það tímabil dag hvern kemur þetta illa við ferðalanga á leið norður að austan eða austur að norðan.