30. mars 2023
Snjómokstursfólk ókrýndar hetjur Austurlands þessa síðustu og verstu
Á ferðalagi Austurfréttar í Neskaupstað, Eskifjörð, Reyðarfjörð og Egilsstaði í gærdag var það einn hlutur sérstaklega sem stóð upp úr í spjalli við fólk á ferli; hversu þakklátir íbúar voru því fólki sem sinnir snjómokstri. Gilti þá einu hvort um var að ræða íbúa Neskaupstaðar, Eskifjarðar, Reyðarfjarðar eða Egilsstaða.