03. apríl 2023
100 snjóflóð fallið á Austfjörðum síðastliðna viku
Um 100 snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðastliðna viku. Veðurstofan vinnur nú úr þeim gögnum. Á meðal flóðanna var mjög stórt flóð sem féll úr Drangagili þann 30. mars og er skráð upp á stærð 4 samkvæmt Veðurstofunni. Það eru snjóflóð sem hafa mikinn eyðileggingarmátt og hafa rúmmál upp á 10 þúsund tonn. Til samanburðar var flóðið úr Nesgili, sem lenti á húsunum í Starmýri 3,5 að stærð.