Allir pakkar eiga að komast til skila fyrir jól

Miklar annir voru fyrri hluta vikunnar á austfirskum pósthúsum. Óveðrið í síðustu viku hafði mikil áhrif á póstdreifingu og nú vofir yfir ný lægð. Allir pakkar sem berast á pósthús í dag eiga þó að komast til skila fyrir jól.

Lesa meira

Stefán Grímur hættir í sveitarstjórn

Stefán Grímur Rafnsson, oddviti Betra Sigtúns í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps, hefur óskað eftir lausn frá störfum í sveitarstjórn frá og með áramótum vegna búferlaflutninga.

Lesa meira

Fleiri sýna Rafveitu Reyðarfjarðar áhuga

Íslensk orkumiðlun hefur óskað eftir að fá að gera tilboð í hluta eigna Rafveitu Reyðarfjarðar. Ákvörðunar um sölu á Rafveitunni er að vænta á bæjarstjórnarfundi í dag.

Lesa meira

Héraðsbúar hvattur til að safna fitu til að vernda lagnir og umhverfið

Hitaveita Egilsstaða og Fella (HEF) fagnaði 40 ára afmæli sínu um síðustu helgi með að gefa íbúum á Fljótsdalshéraði trektir til að auðvelda þeim að safna lífrænni fitu og olíum sem til fellur á heimilum. Markmið söfnunarinnar er að draga úr álagi á fráveitukerfi og hreinsivirki.

Lesa meira

Söluandvirðið fyrst og fremst nýtt til endurbóta á íþróttahúsinu

Bæjarfulltrúar í Fjarðabyggð hafa heitið Reyðfirðingum að söluandvirði Rafveitu Reyðarfjarðar verði nýtt á staðnum, einkum í að endurnýja íþróttahús staðarins. Íbúar hafa barist fyrir úrbótum á aðstöðunni en þykir mörgum hverjum erfitt að þurfa að fórna rafveitunni í staðinn.

Lesa meira

Sagði íbúafundinn hafa verið ætlaðan eftir að ákvörðun lægi fyrir

Rúnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Fjarðabyggð, sagði íbúafund um fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarða hafa átt að fara fram eftir að ákvörðun lægi fyrir um söluna en ekki fyrir eins og aðrir bæjarfulltrúar héldu fram á íbúafundinum sem haldinn var í gærkvöldi. Íbúar tortryggðu leynd sem ríkt hafði yfir viðskiptunum.

Lesa meira

Sjá samlegðaráhrif í kaupum á Rafveitu Reyðarfjarðar

Stjórnendur bæði Rarik og Orkusölunnar segjast sjá möguleika í samlegðaráhrifum verði af kaupum fyrirtækjanna á Rafveitu Reyðarfjarðar. Frumkvæði að viðræðum kom frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Lesa meira

Samþykkt að selja Rafveitu Reyðarfjarðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að selja Rafveitu Reyðarfjarðar til Rarik og Orkusölunnar fyrir samanlagt um 570 milljónir króna. Salan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Fjarðalistans, Framsóknarflokks og Miðflokks. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn sölunni þar sem þeir vildu kanna frekar áhuga Íslenskrar orkumiðlunar á hluta Rafveitunnar en lýstu þó þeirri skoðun sinni að rétt væri að selja hana.

Lesa meira

Uppsögn samnings Landsvirkjunar vendipunkturinn fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar

Sú staðreynd að Landsvirkjun hefur sagt upp þjónustusamningi um orkukaup fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar gerir það að verkum að ekki er hægt að reka Rafveituna í óbreyttri mynd, að sögn bæjarfulltrúa og starfsmanna Fjarðabyggðar. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða sölu meðal bæjarbúa.

Lesa meira

Íbúafundur og auka bæjarstjórnarfundur um Rafveitu Reyðarfjarðar eftir helgi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að boða til íbúafundar til að kynna fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Bæjarfulltrúar segja Rafveituna verða orðna of litla til að standa sjálfstætt. Þeir vilja nýta söluhagnaðinn til að byggja upp íþróttamannvirki á Reyðarfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar