Hálf milljón of hár þröskuldur til þátttöku í nýsköpunarverkefni

Frumkvöðlar á landsbyggðinni geta þurft að yfirstíga háa þröskulda í formi ferðakostnaðar til að geta haft aðgang að stuðningi sem frumkvöðlum á höfuðborgarsvæðinu stendur til boða. Slíkt er vont fyrir svæði sem þurfa sárlega á nýsköpun að halda.

Lesa meira

Um þúsund manns sem bíða eftir loðnu

Hætt er við að þeir sem starfa við sjávarútveg missi stóra spón úr aski sínum verði ekkert úr loðnuvertíð. Enn er haldið í vonina því þekkt er að enn séu góðar líkur á veiðum upp úr miðjum mars.

Lesa meira

Konur taka af skarið

„Markmiðið með námskeiðunum er að valdefla og hvetja konur til þess að taka þátt og hafa áhrif innan verkalýðshreyfingarinnar,” segir Kristín Heba Gísladóttir sem stendur fyrir námskeiðinu Konur taka af skarið á Egilsstöðum á laugardaginn.

Lesa meira

Fjarðabyggð í samvinnu við Villiketti á Austurlandi

„Hægt og rólega, á mjög mjúkan hátt munum við ná að gera starf Villikattanna óþarft vegna þess að kettirnir ná ekki að fjölga sér,” segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, en sveitarfélagið undirritaði á dögunum samning við dýraverndunarfélagsið Villikettir á Austurlandi með það að markmiði að félagið sjái um föngun vergangs- og villikatta á svæði þess.

Lesa meira

Tók tvo daga að koma gröfu til Mjóafjarðar

Tæpa tvo vinnudaga þurfti til að koma beltagröfu til Mjóafjarðar til að hreinsa til eftir krapaflóð í Borgeyrará um síðustu helgi. Lagfæringar á árfarveginum hófust loks í gær.

Lesa meira

Norsk herflugvél á Egilsstaðaflugvelli

Margir Egilsstaðabúar ráku upp stór augu í dag þegar grá herflutningavél lenti á flugvellinum laust eftir hádegi. Um var að ræða vél frá norska flughernum sem ber nafnið Idunn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar