13. mars 2025
Ferðamaður hjálpinni guðslifandi feginn eftir fimm daga í Loðmundarfirði
Ferðamanni sem hafði lagt á sig að ganga út hluta Seyðisfjarðar um síðustu helgi og svo haldið áfram upp og niður í Loðmundarfjörðinn fannst og var komið til hjálpar af björgunarsveitum eftir hádegi í dag. Reyndist ferðalangurinn hafa sofið undir berum himni síðan á sunnudag án svefnpoka, tjalds eða vista af neinu taginu en heit súpa og orkudrykkur um borð í björgunarbátnum Hafbjörgu frá Neskaupstað var kærkomin hressing.