25. mars 2025
Enginn munur á rafmagnsreikningum með snjall- eða skífumælum
Meginástæða þess að rafmagnsnotendur með uppsetta snjallmæla geta upplifað þúsunda- eða jafnvel tugþúsunda hækkun á rafmagnsreikningnum mánaða milli er að þeir mælar mæla notkun í rauntíma ólíkt gömlu skífumælunum. Það getur skipt sköpum eftir árferði en endaniðurstaðan yfir árið er sú sama.