Unnið að viðgerðum á Norðfjarðarflugvelli í dag

Unnið hefur verið að viðgerðum á Norðfjarðarvelli í dag. Frost í jörðu varð til þess að ekki var hægt að ráðast um endurbætur um leið og athugasemdir voru gerðar við frágang verktaka á vellinum.

Lesa meira

Ekki hefur verið hægt að lenda sjúkraflugvélum í mánuð

„Búið er að reyna að laga þetta eftir að verkinu lauk en mistökin eru þau að ganga ekki frá þessu almennilega strax,“ segir Guðmundur H. Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð, en flugbrautin í Neskaupstað hefur verið ófær í mánuð vegna þess hve illa var staðið að verklokum yfirstaðinna framkvæmda á vegum Landnets.

Lesa meira

Skuldir hæstar á íbúa á Fljótsdalshéraði

Skuldir eru hæstar á hvern íbúa miðað við tekjur á Fljótsdalshéraði sé horft til stærstu sveitarfélaga landsins. Heldur horfir til þrengri tíðar í fjármálum sveitarfélaga á landsvísu.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Vinnu við steypt mannvirki lokið

Lokið var við uppsteypu undirganga á Dalbraut í Eskifirði um miðjan nóvember og innan ganga lauk uppsteypu nú um mánaðarmótin. Með þessum áföngum lauk vinnu við steypt mannvirki í verkinu og er nú verktakinn að ganga frá krana og mótum á svæðinu.

Lesa meira

„Erfitt að læra með fullt hús af börnum“

Segja má með sanni að Fróðleiksmolinn á Reyðarfirði iði af lífi þessa dagana, en bæði hefur Austurbrú umsjón með fjarprófum háskólanema, auk þess sem fjölmörg námskeið standa yfir á vegnum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.

Lesa meira

Umhverfisverðlaun fyrir uppbyggingu í Stórurð

Verkefnið Dyrfjöll – Stórurð, gönguparadís, hlaut í gær umhverfisverðlaun Ferðamálstofu fyrir árið 2016. Verkefnið var unnið í samstarfi Borgarfjarðarhrepps og Fljótsdalshéraðs, og þykir dæmi um hvernig samvinna getur leitt til góðra verka.

Lesa meira

Guðjón Hauksson nýr forstjóri HSA

Guðjón Hauksson, deildarstjóri hjúkrunardeildar Fjórðungssjúkrahússins, hefur verið skipaður forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) frá 1. janúar næstkomandi. Guðjón var metinn hæfastur umsækjenda um stöðuna.

Lesa meira

„Þessar heimildir eru ómetanlegur fjársjóður“

„Ég hef mikinn áhuga á því að halda sögu staðarins á lofti og finnst það almennt mjög þarft. Hlutur kvenfélagsins í þeirri sögu er ótrúlega stór,“ segir Kristbjörg Sunna Reynisdóttir, en hún hefur nýlokið við að skrásetja sögu Kvenfélags Reyðarfjarðar sem fagnaði 100 ára afmæli sínu síðastliðinn föstudag.

Lesa meira

Öll jólatré Fjarðabyggðar úr heimabyggð í ár

Öll jólatré sem sett verða upp í Fjarðabyggð í ár koma úr trjálundi sem fella þurfti í Norðfirði vegna byggingu snjóflóðavarnargarða. Jafnframt hefur sveitarfélagið gefið út viljayfirlýsingu þess efnis að sá efniviður sem þar fellur til verði komið í nyt.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.