„Styrkir starfsþróun og opnar dyr til náms“

„Raunfærnimatið er gríðarlega gott tækifæri fyrir fólk sem búið er að vinna að skórækt í mörg ár og geta með þessu móti stytt námið. Þetta er hvetjandi og góð leið til þess að ná fólki inn í nám,“ segir Else Möller, skógfræðingur og verkefnastjóri hjá Austurbrú.

Lesa meira

Lausn að flytja inn lækna?

Kristín Björg Albertsdóttir, sem um síðustu mánaðarmót lét af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, telur koma til greina að leita út fyrir landsteinana til að ráða bót á læknaskorti á landsbyggðinni.

Lesa meira

Ný heilsugæsla á Reyðarfirði boðin út í vor?

Kristín Björg Albertsdóttir, sem um síðustu mánaðarmót lét af störfum sem forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands bindur vonir við að ný heilsugæslustöð á Reyðarfirði verði boðin út í vor. Stjórnendur stofnunarinnar hafa lagt áherslu á að stöðin rísi sem fyrst.

Lesa meira

Ellefu nautgripir fórust í eldi

Ellefu nautgripir fórust í eldsvoða á gripahúsi á bænum Fögruhlíð í Jökulsárhlíð í dag. Húsið varð alelda á stuttum tíma og er gjörónýtt.

Lesa meira

Fóru suður með sigur í huga

„Hópurinn hittumst svo í gær og menn eru strax farnir að huga að næsta ári,“ segir Guðmundur Einarsson, kennari í Egilsstaðaskóla og umsjónarmaður liðsins Oreo sem bar sigur úr býtum í vélmennakapphlaupi hinnar árlegu tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League sem haldin var í Háskólabíói fyrir helgi.

Lesa meira

„Vonandi sönnun þess að við erum á réttri braut“

„Þetta skiptir okkur miklu máli, það er mikil hvatning fólgin í þessum viðurkenningum auk þess að vera ákveðinn gæðastimpill og vonandi sönnun þess að við erum á réttri braut. Við munum halda áfram og vekjum vonandi í leiðinni enn frakari athygli á áfangastaðnum Austurlandi,“ segir Arna Björg Bjarnadóttir, annar eigenda Óbyggðaseturs Íslands um þær viðurkenningar sem safnið hefur hlotið að undanförnu.

Lesa meira

Heildarendurnýjun á sparkvöllum í Fjarðabyggð

„Við viljum einfaldlega vera með þessi mál í lagi en með þessu erum við að bregðast við umræðunni í samfélaginu um að dekkjakurlið geti verið skaðlegt heilsu,“ segir Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, um ákvörðun bæjarráðs að fjarlægja svarta dekkjakurlið af fimm sparkvöllum sveitarfélagsins.

Lesa meira

Verkfall sjómanna hefði vond áhrif á Eskju

Verkfall sjómanna gæti tafið uppbyggingu nýs frystihúss Eskju á Eskifirði. Samninganefndir funda fram eftir degi í von um sættir áður en verkfall hefst klukkan ellefu í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.