Lögreglan á Eskifirði hefur farið fram á að þrjú hundruð kindur verði
teknar úr vörslu bænda á Stórhóli í Álftafirði á morgun. Fé hefur verið
fargað þar í dag. Nokkrar kindur sem teknar voru fyrir helgi voru
aflífaðar vegna hors.
Bæjarráð Fjarðabyggðar hvetur velferðarráðherra til að standa vörð um
framtíð Starfsendurhæfingar Austurlands (StarfaA). Skjólstæðingar
stofnunarinnar berjast fyrir því að halda henni gangandi.
Guðmundur Davíðsson, stjórnarformaður Skógarorku sem rekur kurlkyndistöð
á Hallormsstað segir það vonbrigði hversu litlar efndir hafi orðið á
fögrum fyrirheitum ríkisvaldsins um stuðning við stöðina. Notendur
hennar njóta ekki sömu niðurgreiðslu og aðrir.
Maðurinn sem lést í umferðarslysi á Langadal á Möðrudalsöræfum í
gærmorgun hét Daniel Krzysztof Sakaluk. Hann var fæddur 4. maí 1993 og
til heimilis að Hólsgötu 6, Neskaupstað.
Karlmaður fórst í bílslysi í Langadal á Möðrudalsöræfum í morgun.
Fólksbifreið með tveimur karlmönnum fór út af veginum, skammt vestan við
veginn til Vopnafjarðar.
Vöðvatröllið og stórleikarinn Hulk Hogan mun setja glímuhátíð Íslands í íþróttahúsinu á Reyðarfirði í kvöld Hann afhendir einnig verðlaun á mótinu sem fram fer á morgun. Þóroddur Helgason, glímuforsprakki, vonast til að fylla húsið af fólki.
Helga Margrét Guðmundsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi verkefnastjóri hjá samtökunum Heimili og skóli, gerði „þöglan faraldur kannabisefna“ yfir landið að umtalsefni í
fyrirlestum sínum í Fjarðabyggð í seinustu viku.
Sigurður Aðalsteinsson, sem bauð sig fram til stjórnlagaþings í haust,
hyggst kæra skipan stjórnlagaráðs. Hæstiréttur ógilti í janúar
kosningarnar til stjórnlagaþingsins en Alþingi ákvað að skipa þá sem
kosnir höfðu verið á þingið í stjórnlagaráð sem tekið er til starfa.
Hávellu hefur fækkað á Lagarfljóti. Vísbendingar eru um að breytingar á
lífríki Lagarfljóts eftir að Jökulsá á Dal var veitt yfir í fljótið með
Kárahnjúkavirkjun orsaki þetta. Aðrar skýringar kunna að koma til
greina.
Félagsmálanefnd Fljótsdalshéraðs hefur áhyggjur af starfslokum Óðins
Gunnars Óðinssonar hjá sveitarfélaginu um næstu mánaðarmót. Hann hefur
stýrt stefnumótunarvinnu á vegum nefndarinnar. Skorað er á
sveitarfélagið að framlengja ráðningu hans.
Hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps vill að þjónustusamningur við Norðlandair
um flug milli Vopnafjarðar og Akureyrar verði framlengdur. Samningurinn
rennur út um næstu áramót.