Nú er fyrsta Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki yfirstaðin. Keppnin var að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fór fram í Norræna húsinu 13. nóvember síðastliðinn.
Þau voru ekkert sérlega hrifin, litlu börnin á leikskólanum Brekkubæ á Vopnafirði þegar þau komu auga á hundaskít í sandkassanum sem þau voru að leika sér í.
Fyrir skemmstu unnu starfsmenn Securitas að uppsetningu eftirlitsmyndavéla við Selárlaug en sem kunnugt er hefur sveitarfélagið fjárfest í nýbyggingu og tækjabúnaði fyrir háar fjárhæðir. Auk myndavélanna verður áður en langt um líður sett upp mannheld girðing um laugina.
Í dag, 12. nóvember 2014, er liðið eitt ár frá fyrstu sprengingunni á stafni Norðfjarðarganga. Framan af var eingöngu grafið Eskifjarðarmegin og var búið að grafa tæpa 900 metra þeim megin, áður en byrjað var að sprengja í Fannardal.
Bæði tilboðin sem bárust í byggingu nýs leikskóla í Neskaupstað voru yfir kostnaðaráætlun. Bæjarráð hefur samþykkt að ganga til samninga við VHE sem átti lægra boðið.
Ökumaður fólksbíls var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar eftir árekstur fólksbíls og vörubíls rétt utan við Egilsstaði í hádeginu í dag. Gríðarleg hálka var á svæðinu þegar slysið varð.
Ekki er verið að draga úr umfangi vöktunar á vegum þótt ekki sé lengur starfsmaður á vegum vaktstöðvar með snjómokstri á Reyðarfirði. Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur mótmælt ráðstöfuninni.
Um miðjan síðasta mánuð mættu fimmtán frískir nemendur á stofnfund Edrúfélags Verkmenntaskóla Austurlands. Formaður félagsins er hin átján ára gamli Tristan Theodórsson nemi í VA. Varaformaður er Yngvi Orri Guðmundsson.
Austfirskir tónlistarkennarar hafa þungar áhyggjur af stöðu kjaradeilu þeirra við Samband sveitarfélaga. Þeir hafa áhyggjur af áhrifum Reykjavíkurborgar innan samninganefndar sveitarfélaga.
Læknar hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands fóru í verkfall á miðnætti. Framkvæmdastjóri lækninga býst við frekari áhrifum af verkföllum lækna eftir því sem verkfallsdögunum fjölgar.
Eins og undanfarin ár leitar Björgvin Halldórsson af Jólastjörnunni 2014. Þetta er í fjórða sinn sem leitin fer fram. Að þessu sinn voru um þrjúhundruð börn yngri en sextán ára sem kepptust um að komast í tíu manna úrtak fyrir framan dómnefnd.
Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í steypuskála Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði um klukkan sjö í morgun. Slökkvistarfi er nú að ljúka og eftir að meta áhrifin.