Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð og Hornafirði greinir á um hvort Hornafjörður eigi að tilheyra austur- eða suðurumdæmi nýrra lögregluumdæma. Hornfirðingar vilja að nýr dómsmálaráðherra afturkalli ákvörðun um að sveitarfélagið verði skilgreint með austursvæði.
Breytingar hafa verið gerðar í framkvæmdastjórn Alcoa Fjarðaáls. Magnús Þór Ásmundsson forstjóri Fjarðaáls gerði starfsfólki grein fyrir breytingunum í dag og taka þær formlega gildi 1. janúar 2015.
Húseigendur á Borgarfirði eystra fengu skemmtilega heimsókn á dögunum frá áhugasömu kvikmyndafyrirtæki sem vildi kanna möguleika á tökum á kvikmynd í húsum þeirra.
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs þriðja desember síðastliðin var opnaður nýr íbúalýðræðisvefur sem ber heitið Betra Fljótsdalshérað og hægt er að fara inn á í gegn um hnapp á heimasíðu sveitarfélagsins.
Sjö ára gamalt met í lönduðum bolfiskafla á Djúpavogi er fallið þótt árið sé ekki búið. Það sem af er ári hefur verið landað þar tæplega 10.500 tonnum.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur samþykkt nýtt miðbæjarskipulag fyrir Neskaupstað. Aðlaðandi ásýnd og athafnarými fyrir fjölbreyttara mannlíf er á meðal meginmarkmiða þess.
Matvælastofnum hefur auglýst eftir eftirlitsdýralækni á Austurlandi og dýralækni til að þjónusta mið-Austurland. Dýralæknir á Vopnafirði þjónustar nú einnig hluta úr Þingeyjarsveit.