Hlaupið er eins og krabbameinsmeðferð: Alltaf eitthvað mótlæti

Aflaheimildir í Fjarðabyggð munu skerðast um rúm þrettán þúsund
þorskígildistonn á ári miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um
breytingar á kvótakerfinu. Eitt hundrað störf gætu tapast úr
fjórðungnum. Útvegsmenn vilja að stjórnvöld setjist niður með þeim sem
hagsmuna eiga að gæta í greininni og finni sameiginlega lausn.
Humarvertíðin hófst 10. apríl og er leyfilegt að veiða 2300 tonn en
vertíðin stendur fram á haust. Kvóti Skinneyjar Þinganess á Höfn í
Hornafirði er um 650 tonn og segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að
veiðarnar hafi gengið vel til þessa.
Óveður og ófærð er enn víða á Austurlandi og snjó kyngir niður. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands sendi í morgun frá sér tilkynningu um töluvert mikið breytta dagskrá unglingalandsmótsins um verslunarmannahelgina þar sem tekið er mið af núverandi veðuraðstæðum.
Hálfdán Björnsson frá Kvískerjum varð um helgina fyrstur til að hljóta
Bláklukkuna, viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST),
sem veitt er fyrir störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á
Austurlandi. Hálfdán hefur verið einn fremsti fræðimaður Íslands í
fugal- og skordýrafræðum þrátt fyrir að hafa aðeins hlotið takmarkaða
menntun.
Niðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í
Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið
yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar,
segist mjög ósáttur við að útkoman á rekstri sveitarfélagsins hafi verið
20 milljónum lakari en ráð var fyrir gert á seinast ári. Skömmu fyrir
kosningar hafi forsvarsmenn sveitarfélagsins skort pólitískt hugrekki
til að ráðast í nauðsynlegan niðurskurð í skólamálum.
Sannkallað vetrarríki ríkir víða á Austurlandi þótt mánuður sé frá sumardeginum fyrsta. Ófært er til Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar.
Bleikjuveiði hefur minnkað í Lagarfljóti eftir að Kárahnjúkavirkjun kom
til skjalanna. Vísbendingar eru um að auknu gruggi í fljótinu sé um að
kenna. Annars staðar hafa myndast nýjar veiðilendur með í kjölfar
vatnaflutninga.
Hópur áhugamanna á Seyðisfirði hefur hrundið af stað söfnun fyrir
stofnfé álkaplaverksmiðju. Seyðfirðingar eru óánægðir með framtaksleysi
Framtakssjóðs Íslands sem ekki vildi styðja við uppbyggingu
verksmiðjunnar.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir það verst af öllu við að standa upp úr bæjarstjórastólnum að þurfa hugsanlega að leita sér vinnu utan Seyðisfjarðar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar segir tímaritið Frjálsa verslun vart hafa
viðhaft „vísindaleg vinnubrögð“ þegar bornir voru saman framhaldsskólar
landsins í úttekt í nýjasta tölublaði þess. Verkmenntaskóli Austurlands
varð þar í neðsta sæti.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.