Átak í eflingu skapandi greina á Austurlandi

lara vilbergsdottir nov14 webNú stendur yfir sóknaráætlunarverkefnið „Fjölgun námstækifæra í skapandi greinum á Austurlandi" en verkefnið er unnið af Austurbrú í samstarfi við framhaldsskólana á Austurlandi.

Lesa meira

Rólegt hjá lögreglunni: Varla að síminn hafi hringt

logreglanRólegt var hjá austfirsku lögreglumönnum í síðustu viku og helstu verkefni fólust í venjubundnu eftirliti. Í Eskifjarðarumdæmi er ljóst að rannsókn á máli lögreglumanns sem talinn er hafa brotið af sér í starfi tekur töluverðan tíma.

Lesa meira

Ein stærsta framkvæmd Fjarðabyggðarhafna

NorfjardarhofnEins og kom fram á vef Fjarðabyggðar fyrir skemmstu hefur stækkun Norðfjarðarhafnar gengið vel. Framkvæmdin er á áætlun og verður lokið við þriðja og stærsta verkhlutann í desember næstkomandi.

Lesa meira

Flúorfræðingur: Ekki hafa áhyggjur af bláberjunum

alan davison alcoaBreski flúorsérfræðingurinn Alan Davison telur að íbúum á Reyðarfirði stafi engin hætta af flúormengun frá álverinu í Reyðarfirði. Þá hafi til þessa skort frekar upplýsingar til að geta túlkað tölur og sett í samhengi.

Lesa meira

Neyðarkall björgunarsveita

Neyðarkall2014AllirNú um helgina munu sjálfboðaliðar björgunarsveita vera á ferðinni og selja Neyðarkall björgunarsveita. Er þetta níunda árið sem farið er í slíka fjáröflun og er óhætt að segja að almenningur hafi tekið björgunarsveitafólki afar vel og er þessi sala farin að skipta björgunarsveitir verulegu máli í fjármögnun starfsins.

Lesa meira

Fljótsdalshérað: Samþykkt að gera úttekt á skólastofnunum

gunnar jonsson x14 sigadBæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að ráðast í heildarúttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum sveitarfélagsins. Fulltrúar minnihlutans gagnrýndu að tillagan kæmi fram þegar fræðslunefnd hefði lokið vinnu við fjárhagsáætlun.

Lesa meira

K100 farin að hljóma á Egilsstöðum: Vonum að Héraðsbúar taki okkur vel

K100 svaliÞað komst í fréttirnar á dögunum að útvarpsmennirnir vinsælu Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson snúa aftur í útvarp 21. nóvember næstkomandi með þátt sinn Simmi og Jói. Að þessu sinni verður þátturinn á útvarpsstöðinni K100 sem nú þegar er farin að hljóma á Egilsstöðum á tíðninni fm100,5.

Lesa meira

Garnaveiki greind í Hróarstungu

lombGarnaveiki hefur greinst í fé frá bænum Blöndubakka í Hróarstungu á Fljótsdalshéraði. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hægt að koma í veg fyrir hann með bólusetningu. Fundað verður með bændum í sveitinni í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.