Starfsfólk Verkmenntaskóla Austurlands sýndi tónlistarkennurum í verkfalli stuðning sinn í verki með því að bjóða kennurum úr Tónskólanum í Neskaupstað í samstöðukaffi í morgun.
Styrkur brennisteinsdíoxíðs í andrúmslofti mældist tæp 800 míkrógrömm í rúmmetra skömmu fyrir klukkan sex í kvöld. Styrkurinn hefur síðan minnkað lítillega.
Bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í morgun að falla frá hugmyndum um að flytja nemendur í 5. – 10. bekk Stöðvarfjarðar á Fáskrúðsfjörð. Utanaðkomandi aðili verði fenginn til að taka út rekstur sveitarfélagsins og vinna hagræðingartillögur.
Alcoa Fjarðaál hefur endurnýjað samninga við Eimskipafélagið að undangengnu alþjóðlegu útboði, um hafnarvinnu fyrir álverið við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði til næstu fimm ára. Eimskip hefur annast þessa þjónustu fyrir Alcoa Fjarðaál allt frá gangsetningu álversins árið 2007.
Til stendur að fjölga nettengdum mælum vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Þá verði hafin vöktun á styrk brennisteinssýru. Há gildi hafa mælst á Austfjörðum í morgun og gærkvöldi.
Upplýsingamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum hefur verið lokað vegna rekstrarerfiðleika og óvíst er í hvaða mynd hún opnar að nýju. Þar með skerðist upplýsingagjöf til ferðamanna verulega.
Netsamband komst aftur á á Borgarfirði um klukkan eitt í dag en sveitarfélagið hafði þá að mestu verið sambandslaust í 20 tíma. Stóreflis aurskriða tók ljósleiðara í sundur.
Alcoa Fjarðaál hefur óskað eftir framlengingu á stöðuleyfi fyrir starfsmannaþorpið á Reyðarfirði til og með í október 2015. Bæjarfulltrúar segja að þetta verði í síðasta skipti sem slíkt leyfi verði framlengt.
Um þrjátíu starfsmenn Grunnskóla Reyðarfjarðar skrifa undir stuðningsyfirlýsingu sem þeir sendu starfólki Stöðvarfjarðarskóla þar sem til stóð að hætta kennslu í eldri bekkjum. Reyðfirðingarnir leggjast einnig gegn hugmyndum um sameiningu unglingadeilda.
Ágúst Arnórsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Egilsstöðum og tekur hann við af Arnari Páli Guðmundssyni sem nýverið var ráðinn útibússtjóri á Akureyri.
Austfirsku lögregluumdæmin tvö hafa yfir að ráða kindabyssum og skammbyssum. Í Seyðisfjarðarumdæmi eru skotvopnin geymd á lögreglustöðvum en hirslur fyrir skotvopn eru í bílum í Eskifjarðarumdæmi.