Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann á þrítugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að valda öðrum manni verulegum áverkum með hnefahöggi í andlitið. Tönn í efri gómi losnaði úr í heilu lagi og önnur kýldist inn.
Þokkalegur gangur hefur verið í greftri Norðfjarðarganga síðustu vikur og er nú búið að grafa hartnær 60% ganganna. Efnið sem kemur úr göngunum Norðfjarðarmegin, nýtist að stærstum hluta við vegagerð út dalinn.
Nýtt uppsjávarveiðiskip HB Granda, Venus NS, var sjósett í skipasmíðastöð í Tyrklandi í gær. Stefnt er að því að skipið verði tilbúið til afhendingar í apríl.
Karen Erla Erlingsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður íþróttamiðstöðvar Fljótsdalshéraðs frá næstu áramótum. Hún tekur við starfinu af Hreini Halldórssyni sem gegnt hefur því í þrjá áratugi. Fjórtán sóttu um starfið.
Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir skólastjóri Djúpavogsskóla hrinti af stað söfnun fyrir skemmstu til að safna fyrir 20 ipad mini tölvum fyrir skólann. Hún sendi opið bréf til fyrirtækja, félagasamtaka og einstaklinga á Djúpavogi.
Stjórn foreldrafélags og fulltrúar foreldra í skólaráði Nesskóla í Neskaupstað gagnrýna nýjar viðmiðunarreglur um úthlutun kennslutímamagns. Þeir telja þær koma niður á börnum með námsörðugleika.
Nú stendur yfir Jólapeysan 2014 sem er hin árlega söfnun Barnaheilla fyrir mýkri heimi. Margir af þekktum Íslendingum leggja sitt af mörkum en það gerir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa líka.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætis- og dómsmálaráðherra, segir að endurskoða þurfi sértekjuáætlun lögreglustjóraembættisins á Austurlandi sem tekur til starfa um áramót. Hann kveðst hafa fulla trú á að þjónusta embættanna verði svipuð og hún er nú.
Á miðvikudaginn síðast liðin var landað þúsundasta tonninu á Borgarfirði á þessu almanaksári. Aldrei hefur veiðst svona mikill Bolfiskur áður á þessu svæði. Árið 1999 veiddist rúm 926 tonn sem hefur hingað til verið stærsti Bolfiskaflinn sem hefur komið í höfn á Borgarfirði, þar til nú.