Auðlindin Austurland: Atvinnumálaráðstefna í nóvember

sjomadur fundurDagana 5. – 6. nóvember nk. stendur Austurbrú fyrir atvinnumálaráðstefnu undir yfirskriftinni „Auðlindin Austurland“ á Hóteli Hallormsstað. Boðið verður upp á fjölda fyrirlestra, málstofa og tengslatorg. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra mun setja ráðstefnuna en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun einnig flytja erindi um tækifæri á Norðurslóðum. 

Lesa meira

Atvinnutorg Austurlands á Austurfrétt

Atvinnutorg Austurlands á AusturfréttAusturfrétt hefur opnað undirvefinn Atvinnutorg Austurlands. Á síðunni geta atvinnurekendur komið atvinnuauglýsingum á framfæri og atvinnuleitendur geta skráð sig á póstlista til að fylgjast með nýjum störfum.

Lesa meira

Þingmaður Reykjavíkur heimsótti Austurland í kjördæmaviku

piratar hugvangur 0009 webVenjan er sú að í kjördæmavikum Alþingis fari þingmenn heim í sín kjördæmi, ferðist um, hitti fólk og taki púlsinn á stöðunni. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, fór þó öfuga leið og heimsótti Austurland.

Lesa meira

Embla Eir: Siglingar á norðurslóðum eru ekki hættulausar

embla eir oddsdottir nordurslodirEmbla Eir Oddsdóttir, forstöðumaður Norðurslóðanets Íslands, varar menn við of mikill bjartsýni í tengslum við hugsanlegar siglingar fragtskipa um norðurslóðir. Þeim fylgir áhætta, bæði viðskiptalega og umhverfislega. Þá sé mikilvægt að gleyma ekki öðrum tækifærum á meðan beðið sé eftir að þær verði að veruleika.

Lesa meira

Fljótsdalshérað keypti reiðhöll á uppboði: Gjörningur sem skýtur skökku við á sparnaðartímum?

reidholl idavollumFulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Fljótsdalshérað hafa áhyggjur af forgangsröðun í útgjöldum sveitarfélagsins í ljósi kaupa þess á reiðhöllinni á Iðavöllum á rúmar tuttugu milljónir fyrir skemmstu. Bæði þeir og fulltrúar úr meirihluta hafa áhyggjur af fjármögnun reksturs hallarinnar til framtíðarinnar. Forsvarsmenn meirihlutans saka ríkið um að hafa svikið loforð um stuðning við höllina og að rétt sé að styðja við starf hestamanna eins og annað íþróttastarf.

Lesa meira

Fyrsti síldarfarmurinn kominn til Vopnafjarðar

ingunn ak sild okt13 webVopnfirðingar fögnuðu því í dag að fyrsti farmur íslensku síldarinnar á þessari vertíð kom að bryggju. Ingunn AK var fyrsta skipið úr flota HB Granda til að leita á miðin en Lundey NS hóf einnig veiðar í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.