Þoka gerði austfirskum rjúpaskyttum erfitt fyrir á fyrsta degi rjúpaveiðitímabilsins í gær. Veiðmaður segir þá sem héldu til fjalla í gær lítið hafa haft upp úr krafsinu.
Búrhvalurinn, sem rak á land við Snæhvamm í Breiðdal fyrir viku, hefur verið urðaður þar í fjörunni. Landeigandi nýtti sér rétt til að nýta tennurnar úr dýrinu.
Niðurstöður rannsókna á grassýnum af átta austfirskum bæjum gefa ekki til kynna ástæðu til að hafa áhyggjur af brennisteini eða flúor í byggð. Meira er þó af efnunum þar en í fyrra, trúlega vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.
Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Fjórtán sóttu um stöðuna sem sveitarstjórinn segir sanna að háskólamenntað fólk vilji búa á landsbyggðinni.
Á sjötta tug kvenna sótti hádegisverðarfund á Seyðisfirði í dag sem haldinn var í tilefni kvennafrídagsins. Skipuleggjandi viðburðarins segir enn töluvert óunnið í jafnréttisbaráttunni þótt jafnrétti eigi að vera bundið í lög.
Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar viðurkennir að nefndum sveitarfélagsins sé þröngur stakkur sniðinn við gerð fjárhagsáætlunar. Sveiflur í helstu atvinnustoðum sveitarfélagsins geta reynst því dýrar og vaxtakostnaður er mikill baggi á því.
Lifandi skógarmítill fannst nýverið í íbúðarhúsnæði á Egilsstöðum. Sérfræðingur segir ekki nýtt að þeir finnist á Austfjörðum þótt ekki sé víst að þeir séu landlægir hér.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn verður í lok mánaðarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna.
Starfsmenn Norðlenska eru óhressir með þjónustu Vegagerðarinnar í kringum flutninga fyrirtækisins á fé leið til slátrunar. Þeir eru ekki sammála mati þjónustuaðilans á aðstæðum.
LungA-lýðháskólinn sem tók til starfa á Seyðisfirði í haust og ráðningarskrifstofan og starfsmannaleigan Starfsfolk.is fengu hæstu styrkina í haustúthlutum Vaxtarsamnings Austurlands.
Þingmaður Bjartrar framtíðar hrósar LungA lýðháskólanum á Seyðisfirði og telur hann geta hjálpað við að draga úr brottfalli nemenda í íslensku skólakerfi. Menntamálaráðherra segir skólann áhugavert verkefni en fara verði varlega í að lofa fjármagni í nýjungar á framhaldsskólastigi.
Á föstudaginn hefst rjúpnaveiðitímabilið. Það stendur í 12 daga þar sem veiða má þrjá daga í senn frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla dagana og mikilvægt að huga vel að því við undirbúning.