Búið að urða hvalinn við Breiðdalsvík

burhvalur 2 hihBúrhvalurinn, sem rak á land við Snæhvamm í Breiðdal fyrir viku, hefur verið urðaður þar í fjörunni. Landeigandi nýtti sér rétt til að nýta tennurnar úr dýrinu.

Lesa meira

Ekki áhyggjur af brennisteini eða flúor í gróðri í byggð

eldgos flug 0199 webNiðurstöður rannsókna á grassýnum af átta austfirskum bæjum gefa ekki til kynna ástæðu til að hafa áhyggjur af brennisteini eða flúor í byggð. Meira er þó af efnunum þar en í fyrra, trúlega vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni.

Lesa meira

Erla Dóra Vogler nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogs

erla dora vogler web1Erla Dóra Vogler, jarðfræðingur og óperusöngkona, hefur verið ráðin nýr ferða- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps. Fjórtán sóttu um stöðuna sem sveitarstjórinn segir sanna að háskólamenntað fólk vilji búa á landsbyggðinni.

Lesa meira

Jón Björn: Rekstur Fjarðabyggðar er þungur

jon bjorn hakonarson stfj mai14Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar viðurkennir að nefndum sveitarfélagsins sé þröngur stakkur sniðinn við gerð fjárhagsáætlunar. Sveiflur í helstu atvinnustoðum sveitarfélagsins geta reynst því dýrar og vaxtakostnaður er mikill baggi á því.

Lesa meira

Jens Garðar býður sig fram til formanns nýrra landssamtaka í sjávarútvegi

jens gardar stfj mai14Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formanns á sameiginlegum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna og Samtaka fiskvinnslustöðva sem haldinn verður í lok mánaðarins. Fyrir fundinum liggur tillaga um sameiningu samtakanna.

Lesa meira

Rjúpnaveiðin að hefjast á föstudag

rjupaÁ föstudaginn hefst rjúpnaveiðitímabilið. Það stendur í 12 daga þar sem veiða má þrjá daga í senn frá föstudegi til sunnudags, fjórar helgar í röð. Síðasti veiðidagur er 16. nóvember. Ekki er víst að veðrið verði veiðimönnum hliðhollt alla dagana og mikilvægt að huga vel að því við undirbúning.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.