Það er nóg að gera hjá Eika í Kjöt og Fiskbúð Austurlands og það er greinilegt að íbúar á Héraði kunna að meta matseld hans því fyrir skemmstu sló Eiki sölumet í heitum mat í búðinni.
Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæru um fjársvik með því að hafa aldrei ætlað sér að borga fyrir gistingu sem hann keypti. Dómurinn taldi manninn hafa sýnt vilja til að greiða fyrir gistinguna en ekki reynst borgunarmaður fyrir henni þegar á reyndi.
Stjórnarmenn GÁF ehf. óttast að áhugi kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubos á að koma upp starfsemi á Grímsstöðum á Fjöllum eftir því sem verkefnið dregst á langinn. Skuldir félagsins, sem tvö austfirsk sveitarfélög eiga hlut í, námu níu milljónum króna í lok síðasta árs.
Viðvaranir almannavarna vegna gosmengunar á Efri Jökuldal í gær bárust ekki til allra íbúa á svæðinu. Talsmenn almannavarna segja enn verið að þróa sendingarnar.
Í könnun á vegum Vís sem var gerð í síðustu viku kemur í ljós að sex af hverjum tíu börnum og fullorðnum, eða 58% eru ekki með endurskinsmerki. Þótt hlutfallið sé allt of hátt er það töluvert betra en á sama tíma í fyrra þegar þrír af hverjum fjórum, 74%, voru án endurskinsmerkja í könnun sem starfsmenn VÍS gerðu í gangbrautarvörslu.
Framkvæmdastjóri Þ.S. verktaka á Egilsstöðum er óhress með vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem hugðist beita fyrirtækið dagsektum þar sem olíuskilja væri ekki við húsnæði fyrirtækisins. Hann segir eftirlitið hafa verið með rangar teikningar í höndunum
Íslensk yfirvöld fara með yfirumsjón á strandi Akrafells í Reyðarfirði og Green Freezers í Fáskrúðsfirði en bæði atvikin teljast að mestu upplýst. Bæði skipin voru skráð erlendis og er venjan að hafa samráð við rannsóknaraðila í fánaríkinu.
Bjarkey Gunnarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna- grænt framboð í Norðausturkjördæmi, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar ekki vega upp á móti þeim opinberu störfum sem tapist í niðurskurði stjórnvalda á þjónustu á landsbyggðinni.