Fimmtíu prósenta markinu var náð um helgina, þegar verktaki Norðfjarðarganga var búinn að sprengja rúm 50% gangaleiðarinnar. Gröfturinn hefur alla jafna gengið vel, ef undan eru skilin tvö stór setbergslög Eskifjarðarmegin, sem hafa tafið framvinduna nokkuð.
Þrettán metra búrhval rak á land í fjörunni innan við Snæhvamm í Breiðdal í morgun. Það er með lífsmarki en líffræðingar telja það vera að drepast. Sjaldgæft er að lifandi búrhveli reki á land.
Björgunarsveitarmenn úr Ísólfi á Seyðisfirði komu til hjálpar á ellefta tímanum í morgun þegar hurð á suðurgafli hússins Þórshamars fauk upp. Bálhvasst hefur verið á Seyðisfirði í nótt og í morgun.
Opnunarhátíð Hulduhlíðar fór fram fyrir fullu húsi um helgina. Um 300 gestir samglöddust íbúum á þessum merku tímamótum og skoðuðu sig um í nýjum heimkynnum hjúkrunarheimilisins á Eskifirði.
Björgunarsveitin Geisli á Fáskrúðsfirði fékk á dögunum góða og vel þegna heimsókn þegar nokkrir starfsmenn Alcoa Fjarðaáls komu ásamt fjölskyldumeðlimum til að taka til hendinni við endurbætur á aðstöðu björgunarsveitarinnar í þorpinu.
Tvær rútur fuku út af veginum yfir Fagradal í morgun. Nokkur óhöpp hafa orðið í mikilli hálku á Austfjörðum í morgun og í gær en ekki hafa orðið slys á fólki.
Biðraðir höfðu myndast á austfirskum dekkjaverkstæðum þegar starfsmenn komu þar til vinnu í morgun. Atgangur hefur verið þar í dag enda snjó kyngt niður í fjórðungnum.
Nýrri stjórn GÁF ehf. hefur verið falið að fara yfir stöðu félagsins og gera tillögur til úrbóta. Nær engar tekjur hafa komið inn í félagið síðan það var stofnað.