Tæp fjörutíu prósent austfirskra fyrirtækja glíma við áhættu í rekstri
umfram það sem eðlilegt getur talist eða eru orðin ógjaldfær eða í
alvarlegum vanskilum. Sérfræðingur segir lykilatriði að bjarga
fyrirtækjum á landsbyggðinni.
AFL Starfsgreinafélag hefur vísað kjaradeilu sinni við Eimskipafélag
Íslands vegna vinnu við Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði til
ríkissáttasemjara. Fyrst var óskað eftir viðræðum um sérkjarasamning
vegna vinnustaðarins haustið 2009 en síðustu vikur hefur fyrirtækið ekki
svarað AFLi.
Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur hefst á Rás 2 í kvöld. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 19.30 með keppni Flensborgarskóla og Borgarholtsskóla. Síðan mætir Menntaskólinn á Egilsstöðum liði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ en það þjálfar fyrrum keppandi ME. Lið ME og Verkmenntaskóla Austurlands mættust í æfingakeppni í gærkvöldi.
Langflestir einkaaðilar sem eiga vatnsréttindi á vatnasvæði
Kárahnjúkavirkjunar stóðu saman að kröfugerð um hærri bætur fyrir
réttindin. Margar jarðir á svæðinu er í eigu ríkisins sem sætti sig við
niðurstöðu matsnefndar. Þetta virðist hafa grafið undan málflutningi
landeigenda.
Ásmundur Páll Hjaltason, sem verið hefur formaður svæðisfélags
Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs á Austfjörðum undanfarin tvö ár
hefur sagt sig úr flokknum. Hann segir flokkinn í dag allt annan en þann
sem hann studdi á sínum tíma.
Ólafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
segir bann Evrópusambandsins gegn notkun fjölfosfata í saltfiski snúast
um vernd neytenda. Ekki sé fyllilega ljóst hvaða áhrif efnin hafi á
fólk.
Landsvirkjun vildi að greiðsla fyrir vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar
yrði lækkuð í 770 milljónir króna. Fyrirtækið byggði kröfuna einkum á
fordæmi frá Blönduvirkjun. Héraðsdómur Austurlands staðfesti í gær
úrskurð matsnefndar frá árinu 2007 um að Landsvirkjun bæri að greiða
landeigendum 1,6 milljarð króna fyrir vatnsréttindin.
Bók Helga Hallgrímssonar, náttúrufræðings á Egilsstöðum, er meðal tíu
bóka sem tilnefnda eru til Viðurkenningar Hagþenkis, einhverra virtustu
og veglegustu verðlauna sem íslenskum fræðimönnum og höfundum fræðilegra
rita á Íslandi getur hlotnast.
Ólafur Valsson, yfirmaður matvælaeftirlits Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
segir stofnunina fylgjast með því að önnur aðildarríki framfylgi banni
með notkun fjölfosfata við saltfiskvinnslu.
Á morgun fara fram úrslit í spurningakeppni fermingarbarna á
Austurlandi. Keppt verður í Reyðarfjarðarkirkju en þetta er í fyrsta
sinn sem keppnin er haldin.
Matsnefnd á vatnsréttindum við Kárahnjúkavirkjun taldi árið 2007 að ekki
væru aðrir vænlegir kaupendur að orku frá virkjuninni heldur en álver
Alcoa í Reyðarfirði. Það rýrir því kröfur landeigenda um háar bætur.