Launamunur kynjanna er minnstur í Norðausturkjördæmi samanborið við önnur landssvæði. Á meðan munurinn er til staðar verður að vinna gegn honum. Áherslan í komandi kjarasamningum verður á aukinn kaupmátt og að verja velferðarkerfið en opinberir starfsmenn hafa nokkrar áhyggjur af framtíð sinni þar sem framundan er samdráttur í tekjum ríkissjóðs.
Skógræktarfræðingur segir framtíðina bjarta í íslenskri skógrækt. Menn verði þó að vera tilbúnir að vera þolinmóðir því tíma tekur að rækta upp nytjaskóga. Þeir sem stundi það hugsjónastarf að gróðursetja fái sjaldnast að njóta arðsins af erfiðinu.
Sumarið, sem virðist vera að renna sitt skeið á enda, er með þeim hlýjustu sem mælst hafa á Austurlandi. Austurland skar sig úr í hitatölum í nýliðnum ágústmánuði.
Austfirðingar verða að standa saman að markaðssetningu á fjórðungnum til ferðamanna ætli þeir að búa til alþjóðlega farþega umferð um flugvöllinn á Egilsstöðum. Möguleikarnir til þess liggja víða.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, telur Austfirðinga eiga mikil tækifæri í uppbyggingu þjónustu við gas- og olíuleitarfyrirtæki. Siglingar um norðurslóðir geti enn frekar eflt svæðið. Lykilatriði sé samt að menn standi saman um að fá þjónustuna til landsins.
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Kristín Hávarðsdóttir • Skrifað: .
Fjölmenni var þegar ný flugbrautarljós á Norðfjarðarflugvelli voru formlega tekin í notkun. Vinna við uppsetningu var unnin í sjálfboðaliðavinnu en SÚN kostaði kaupin á ljósunum.
Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Friðriki Brynjari Friðrikssyni óskaði eftir að gerði yrði nánari DNA rannsókn á blóðblettum sem fundust í buxum í eigu Friðriks Brynjars. Hinn ákærði lýsti yfir sakleysi sínu við upphaf aðalmeðferðar í gær en hann er ákærður fyrir að hafa banað Karli Jónssyni í íbúð hans á Egilsstöðum í byrjun maí. Sönnunargögn tæknideildar lögreglu af vettvangi grafa undan ýmsum fullyrðingum í framburði hans. Enn virðist þó skorta á tengingar á milli hans og lykilsönnunargagna í málinu.
Horfa verður heildsætt til þess sem eflt getur samfélagið á Austurlandi þegar stefna í samgöngumálum á svæðinu er mótuð. Efla þarf fjölbreytni og samgöngur til að styrkja það sem atvinnusvæði.
Austurbrú kynnti nýverið átta konur til leiks sem nýjustu starfsmenn stofnunarinnar. Framkvæmdastjóri stofnunarinnar segir að leitað sé eftir fjölbreytni í starfsmannahópnum. Töluverð ásókn er í störf frá Austfirðingum sem vilja flytja aftur heim.
Illa hefur gengið að fá á hreint hver ber ábyrgð á viðhaldi slóða og vega á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Skortur á viðhaldi getur leitt til utanvegaaksturs og þar með landskemmda.