Stjórn BSRB á Egilsstöðum: Á meðan launamunur kynjanna er til staðar verður að vinna gegn honum

bsbr stjorn egs 0001 webLaunamunur kynjanna er minnstur í Norðausturkjördæmi samanborið við önnur landssvæði. Á meðan munurinn er til staðar verður að vinna gegn honum. Áherslan í komandi kjarasamningum verður á aukinn kaupmátt og að verja velferðarkerfið en opinberir starfsmenn hafa nokkrar áhyggjur af framtíð sinni þar sem framundan er samdráttur í tekjum ríkissjóðs.

Lesa meira

Langhlýjast á Austurlandi í ágúst

IMG 9185 webSumarið, sem virðist vera að renna sitt skeið á enda, er með þeim hlýjustu sem mælst hafa á Austurlandi. Austurland skar sig úr í hitatölum í nýliðnum ágústmánuði.

Lesa meira

Ný flugbrautarljós á Norðfirði tekin í notkun

flugvallarljos nesk 1Fjölmenni var þegar ný flugbrautarljós á Norðfjarðarflugvelli voru formlega tekin í notkun. Vinna við uppsetningu var unnin í sjálfboðaliðavinnu en SÚN kostaði kaupin á ljósunum.

Lesa meira

„Það vantar peysu“: Aðalmeðferð í morðmáli frestað og saksóknari óskar eftir frekari gögnum

mordmal adalmedferd egs webSaksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Friðriki Brynjari Friðrikssyni óskaði eftir að gerði yrði nánari DNA rannsókn á blóðblettum sem fundust í buxum í eigu Friðriks Brynjars. Hinn ákærði lýsti yfir sakleysi sínu við upphaf aðalmeðferðar í gær en hann er ákærður fyrir að hafa banað Karli Jónssyni í íbúð hans á Egilsstöðum í byrjun maí. Sönnunargögn tæknideildar lögreglu af vettvangi grafa undan ýmsum fullyrðingum í framburði hans. Enn virðist þó skorta á tengingar á milli hans og lykilsönnunargagna í málinu.

Lesa meira

Kristborg Bóel tekur við Austurglugganum

kristborg boel steindorsdottir skorinKristborg Bóel Steindórsdóttir er nýr ritstjóri vikublaðsins Austurgluggans. Hún segist hlakka til að takast á við fjölbreytt starf.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.