Sveitarfélögin Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur í samstarfi við Arkitektafélag Íslands standa fyrir hugmyndasamkeppni um bætta aðstöðu fyrir ferðafólk í Stórurð og næsta nágrenni Dyrfjalla. Samkeppnin er öllum opin.
Biskup Íslands hefur skipað Sigríði Rún Tryggvadóttur, guðfræðing, í embætti prests í Egilsstaðaprestakalli frá og með 1. september. Sjö sóttu um starfið.
Ekki var hægt að uppfylla mannaflaþörf hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í sumar svo vel væri vegna ónógra fjárveitinga. Sýslumaður segir ráðherra og þingmenn sýna stöðunni ágætan skilning. Öryggi borgaranna hafi ekki verið stefnt í voða vegna fámenni í lögreglunni.
Karlmaður réðist inn á heimili lögreglumanns í umdæmi lögreglustjórans á Seyðisfirði í gærkvöldi. Hann hótaði heimilisfólki meðal annars lífláti áður en hann hafði sig á brott.
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Friðriki Brynjari Friðrikssyni fyrir að hafa orðið Karli Jónssyni að bana að heimili hans á Egilsstöðum aðfaranótt þriðjudagsins 7. maí.
Björgunarbáturinn Hafdís á Fáskrúðsfirði sinnti tveimur útköllum úti fyrir Austfjörðum á jafnmörgum dögum í síðustu viku. Í annað skiptið virðist hún hreinlega hafa dregið vélarvana bát í gang.
Undirbúningur að nýjum Norðfjarðargöngum er kominn á fullt. Í sumar hefur verið unnið að byggingu nýrrar brúar yfir Norðfjarðará og nú er byrjað að ryðja slóð frá væntanlegum gangnamunna að brúnni til að menn komist að munnanum og geti byrjað að vinna þar.
Mestur meðalheiti á landinu í júlímánuði mældist á Hallormsstað. Mánuðurinn var sá þriðji hlýjasti í sögu veðurmælinga á Dalatanga en hann var Austfirðingum afar góður.
Austurfrétt birtir í dag árlega samantekt á tekjum Austfirðinga. Teknir eru tekjuhæstu einstaklingar hvers sveitarfélags auk nokkurra áberandi einstaklinga úr samfélaginu til að sýna betri þverskurð á samsetningu samfélaganna.