Óvenju hlýtt var í veðri á Austfjörðum í dag miðað við að kominn sé tíundi október. Ríflega tuttugu stiga hiti mældist á Kollaleiru í Reyðarfirði á níunda tímanum í kvöld. Á Seyðisfirði lögðu menn vetrarúlpunum fyrir léttari yfirhafnir.
Um helmingur þeirra veiðileyfa sem í boði eru á vefnum hlunnindi.is hefur verið seldur síðan sala á leyfunum hófst í gærkvöldi. Aðstandendur vefsins segja tilganginn með honum að byggja upp vef landaupplýsingum fyrir veiði á einum stað.
Lögreglustjórinn á Eskifirði hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir að hafa dregið rúmlega tvítugan karlmann á hárinu út úr bifreið sinni. Sá maður er á móti ákærður fyrir að hafa slegið árásaraðilann.
Ríflega 100 milljóna viðsnúningur hefur orðið á rekstri Seyðisfjarðarkaupstaðar á undanförnum tveimur árum. Haustið 2011 var gripið til umfangsmikilla hagræðingaraðgerða í rekstri sveitarfélagsins eftir viðvarandi hallarekstur.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) veitti í sumar rekstraraðila Hótel Tanga áminningu fyrir brot á matvælalöggjöf, ákvæðum starfsleyfis og ítrekuðum fyrirmælum HAUST. Forsvarsmenn fyrirtækisins segjast vera búnir að bæta úr þeim atriðum sem athugasemdir voru gerðar við.
Björgunarsveitarmenn frá Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði stóðu í ströngu í gærkvöldi þegar selflytja þurfti hundruð ferðamanna af Fjarðarheiði niður á Seyðisfjörð í ferjuna Norrænu. Þrjár stórar rútur sátu þar fastar í mikilli hálku.
Gryfjan sem þarf að grafa í fjallshlíðina áður en gangagröftur getur hafist er nefnd forskering. Hluti hennar er grafin í laust efni mest skriðuefni en hluti í klöpp sem þarf að sprengja. Hafin er vinna við forskeringuna Eskifjarðarmegin og búið að grafa burtu mest af lausu jarðefnunum og unnið að undirbúningi sprenginga.
Ríkissaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en hann sló annan mann í höfuðið með álskóflu í átökum þeirra á Reyðarfirði í fyrra.
Bleik lýsing umhverfis andapollinn á Reyðarfirði hefur vakið umtalsverða athygli vegfarenda en lýsingin er hugarfóstur hvunndagshetju Krabbameinsfélags Austfjarða í ár. Austfirðingar eru hvattir til að klæðast bleiku á morgun.
Ekki er hægt að komast á milli Reyðarfjarðar og Hafnar í Hornafirði með almenningssamgöngum þar sem engar slíkar eru á milli Breiðdalsvíkur og Djúpavogs. Styrkir við flugsamgöngur hafa áhrif á styrki til samgangna á landi.
Matvælastofnun telur að tekist hafi að uppræta smitandi barkabólgu sem greindist í kúm á kúabúinu á Egilsstöðum í fyrrahaust. Ekki hefur enn tekist að rekja hvaðan smitið barst.
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps fagnar því að tekist hefur að manna stöðu læknis í Djúpavogslæknishéraði. Leitað hefur verið eftir hjúkrunarfólki á svæðið síðustu misseri.