Hárgreiðslurnar fyrir hátíðarnar: Karamellulitur, fléttur og fótboltamenn

Article Index

har fletta 2Margir nýta tækifærið til að fá sér nýja hárgreiðslu fyrir jólin. Við fengum Sigríði Hrönn Gunnarsdóttur og Arnfríði Hafþórsdóttur hjá Hárstofu Sigríðar á Reyðarfirði til að fara með okkur yfir nokkrar töff hárgreiðslur fyrir hátíðarnar.

Þetta er mjög einföld en töff greiðsla sem flestir ráða við. Með því að setja fléttuna upp sjást vel strípurnar sem eru settar í neðri hluta hársins en það er mjög vinsælt í dag.

har fletta 1har fletta 3

har karamella1Svo er það síða hárið sem er alltaf vinsælt. Í dag eru karamellulitirnir mjög vinsælir og mjög töff að gera hreyfingu í hárið með ljósari tónum.

har karamella 2

har stutt 1Stuttu klippingarnar eru mikið inn þó það sé kominn vetur. Að raka hliðar og jafnvel hnakka en leyfa samt hárinu að detta yfir þetta stutta er mjög töff og vinsælt.

har stutt 2har stutt 4

aron einar gunnarssonHjá strákunum stjórna fótboltamennirnir stórum hluta tískustraumsins. Aron Einar Gunnarsson, landsliðsmaður, er með mjög töff línu sem margir vilja og svo má nefna Gareth Bale og fleiri góða.
gareth bale

karlakvold 0004 webSíðan má ekki gleyma því að hver og einn mótar sína eigin tísku. Það er allt leyfilegt. Munum eftir umhirðu hársins.

Góð sjampó og næring eru nauðsynleg fyrir hár, sérstaklega í hár sem meðhöndlað hefur verið með efnum.

Núna, þegar allir punta sig sérstaklega mikið og blása og slétta hárið má ekki gleyma góðum blástursefnum og hitavörnum fyrir sléttujárnin.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.