Sneisafull viðburðahelgi framundan á Austurlandi

agust armannMeð hækkandi sól fjölgar þeim viðburðum sem eiga sér stað í fjórðungnum svo um munar. Komandi helgi er þar engin undantekning.


Glæsileg opnunarhátíð á Stöðvarfirði

Í dag, föstudag, verður opnunarhátíð í Samkomuhúsinu á Stöðvarfirði, þar sem því verður fagnað að Salthúsmarkaðurinn opnar í nýju húsnæði, ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar og glæsilegri sýningu á austfirskum þokumyndum.

Hátíðinin hefst klukkan 15:00, en nánar má lesa um hana hér.


Minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson

Tvennir minningartónleikar verða haldnir í Egilsbúð, Neskaupstað, á laugardaginn – klukkan 16:00 og 20:00.

Tónleikarnir verða um leið útgáfutónleikar á plötu með lögum Ágústar Ármanns. Allur ágóði af tónleikunum og plötusölu mun renna í minningarsjóð um Ágúst Ármann.

Austurfrétt sagði frá viðburðinum í vikunni eins og sjá má hér.



Iceland Airwaves blæs til tónleika á Breiðdalsvík

Agent Fresco, Emmsjé Gauti og Dj flugvél og geimskip troða upp í Frystihúsinu á Breiðdalsvík næstkomandi laugardagskvöld, klukkan 20:00.

Tónleikarnir eru á vegum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og eru liður í ferð þessara listamanna um landið, sem ber yfirskriftina „Veðurskipið Líma".

Nánar má lesa um tónleikana hér.



Afmælistónleikar Jóns Inga Arngrímssonar

Jón Ingi Arngrímsson heldur 60 ára afmælistónleika sína í Fjarðaborg á Borgarfirði á laugardagskvöldið klukkan 20:30.

Fram koma Andri Bergmann, Hafþór Valur, Valgeir Skúla, Arna D.C, Ármann Einars, Eyþór Hannesson, Bjarni Helga, Silla Jóns, Margrét Dögg, Magni Ásgeirs, Gréta Sigurjóns, Gugga Páls, Karlotta Sigurðar, Stebbi Braga, Óli Rúnar, Ásgrímur Ingi ofl.


Ný ljósmyndasýning á Klausturkaffi

Ný sýning hefur verið opnuð í gallerí Klaustri. Á henni eru ljósmyndir eftir frönsku ljósmyndarana Anne Favret og Patrick Manez. Myndirnar eru hluti af stóru verkefni sem þau unnu á nokkrum árum í og við geimrannsóknarstöðina á Calern hásléttunni í Suður-Frakklandi. Þau Anne og Patrick vinna saman að ljósmyndaverkefnum sínum.

Sýningin verður opin til 27. júní. Nú er opið alla daga á Skriðuklaustri kl. 10 til kl. 18.



Kvennahlaupið er á laugardaginn

Hið árlega Kvennahlaup Sjóvá fer fram á laugardaginn. Hlaupið er á tíu stöðum austanlands, en stað- og tímasetningar má sjá hér.


Dagur hinna villtu blóma á Egilsstöðum á sunnudag

Dagur hinna villtu blóma verður haldinn sunnudaginn. Gengið verður upp með Miðhúsaá að fossinum undir leiðsögn Skarphéðins G. Þórissonar, sem gefur leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.

Farið verður frá bílastæðinu við göngustíginn að Fardagafossi klukkan 13:00.




Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar