Tónlistarskólarnir á Fljótsdalshéraði stóðu nýverið fyrir sameiginlegum tónleikum í Fellaskóla. Skólarnir eru þrír: í Brúarási, Fellabæ og á Egilsstöðum en síðastnefndi skólinn rekur deild á Hallormsstað. Margir efnilegir tónlistarmenn komu fram á tónleikunum. Austurfrétt mætti á staðinn og fangaði nokkur vel valin augnablik.
Rafn Heiðdal: Þetta orð krabbamein - þetta er svo alvarlegt orð
Rafn Heiðdal þurfti að hætta knattspyrnuiðkun 23ja ára gamall þegar hann greindist með krabbamein. Meðferðin tók á hann andlega og líkamlega en hann segist í dag hafa lært að meta að hafa fengið annað tækifæri. Reynslan hefur breytt honum og hann segist leggja áherslu á að geta látið gott af sér leiða.
Óttar og Rósa árita Útkall í Tónspili í dag
Óttar Sveinsson, rithöfundur og Rósa Margrét Sigursteinsdóttir árita bókina Útkall – sonur þinn er á lífi um snjóflóðin í Neskaupstað í Tónspili milli klukkan fjögur og sex í dag.
Síðustu forvöð að kjósa Austfirðing ársins
Síðustu forvöð eru að kjósa Austfirðing ársins hér á Austurfrétt en lokað verður fyrir kosningu um hádegið á morgun. Tíu eru tilnefndir. Kosið er á forsíðu vefsins. Úrslitin verða kunngjörð eftir helgina. Þátttakan hefur verið mjög góð og mjótt er á munum í kjörinu.
Helgihald í austfirskum kirkjum um jól og áramót
Messað er í flestum kirkjum á Austurlandi um jól og áramót. Helgidagadagskráin hófst í Egilsstaðakirkju í gærkvöldi á jólatónum organista.
Hver er Austfirðingur ársins?
Hver er Austfirðingur ársins að þínu mati? Austurfrétt stendur í lok árs fyrir kjöri á þeim sem lesendum vefsins þykir hafa skarað fram úr í austfirsku samfélagi á árinu.
Styrkur frá Evrópu unga fólksins nýttist í ungmennaskipti LungA
LungA, Listahátíð ungs fólks á Austurlandi, fékk tæpar átta milljónir króna frá Evrópu unga fólksins (EUF) til að standa að ungmennaskiptiverkefni síðasta sumar. Í ár var alls úthlutað tæpum 230 milljónum króna frá EUF til æskulýðsmála á Íslandi.
Hjalti Stefáns rokselur DVD disk um dráttarvélar: Ford er uppáhaldstegundin
Myndatökumaðurinn Hjalti Stefánsson er hæstánægður með viðtökurnar sem hann hefur fengið við DVD diskinum „Dráttarvélar á Íslandi: 1940-1980“. Þær séu langt umfram væntingar. Ford er sú tegund sem hann heldur mest upp á.
Fjölmenni á Barramarkaði
Mikil umferð var á jólamarkaði Barra sem haldin var í húsnæði félagsins á Valgerðarstöðum á Fljótsdalshéraði í gær. Þar eru seld jólatré og ýmis framleiðsla úr heimahéraði.