Skriðuklaustur á frímerki
Nýjasta frímerki Íslandspósts er tileinkað fornleifauppgreftrinum á Skriðuklaustri í Fljótsdal sem formlega lauk í sumar.
Nýjasta frímerki Íslandspósts er tileinkað fornleifauppgreftrinum á Skriðuklaustri í Fljótsdal sem formlega lauk í sumar.
Á laugardaginn var fór níu manna hópur úr Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað til Seyðisfjarðar að vinna við tökur á myndinni The Secret Life of Walter Mitty sem Hollywood-stjarnan Ben Stiller leikstýrir. Tökum á myndinni átti að ljúka á föstudaginn en þær höfðu tafist og um einn dag.
Hópur sjálfboðaliða á vegum Fjarðaáls, yfir 70 manns, tók sig saman nýverið til að vinna að endurbótum á íþróttasvæði Þróttar í Neskaupstað. Allt umhverfi íþróttavallarins var fegrað og snyrt, arfi reittur, veggir og geymslur málaðar og nýjar fánastangir settar upp. Árangurinn lét ekki á sér standa: Vinsælasti rúntur bæjarbúa um kvöldið var að aka framhjá íþróttasvæðinu til virða fyrir sér dagsverkið.
Leiknir Fáskrúðsfirði er kominn í undanúrslit þriðju deildar karla eftir að hafa unnið Víði í garði í seinni leik liðanna í fyrrakvöld í vitaspyrnukeppni. Markvörðurinn Óðinn Ómarsson var hetja Leiknis því hann varði tvær spyrnur og skoraði úr þeirri fimmtu sem kom liðinu áfram.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.