Tónleikahöllin Tvísöngur opnuð
Fjölmenni var við vígslu á útilistaverkinu „Tvísöngur“ á Seyðisfirði, þegar það var opnað almenningi í gær. Verkið er hljóðskúlptúr, tileinkaður íslenska tvísöngnum. Heimamenn tala um verkið sem tónleikahöll.
Fjölmenni var við vígslu á útilistaverkinu „Tvísöngur“ á Seyðisfirði, þegar það var opnað almenningi í gær. Verkið er hljóðskúlptúr, tileinkaður íslenska tvísöngnum. Heimamenn tala um verkið sem tónleikahöll.
Norðlenski fjöllistahópurinn Hundur í óskilum treður upp í Loðmundarfirði annað kvöld á árlegum hausttónleikum. Þar sýna þeir tónlistarsýninguna Saga þjóðar.
Leiknir Fáskrúðsfirði er kominn í undanúrslit þriðju deildar karla eftir að hafa unnið Víði í garði í seinni leik liðanna í fyrrakvöld í vitaspyrnukeppni. Markvörðurinn Óðinn Ómarsson var hetja Leiknis því hann varði tvær spyrnur og skoraði úr þeirri fimmtu sem kom liðinu áfram.
Kvikmyndatökulið Ben Stillers sást á ferli í Seyðisfirði í dag við undirbúning en stórstirnið sjálft er væntanlegt á morgun þegar tökur hefjast.
Tveir ævintýramenn frá Liechtenstein, sem ferðast hafa um Ísland undanfarnar fimm vikur á þyrlu, héldu heim á leið með Norrænu í gær. Þyrlan fór um borð eins og hvert annað ökutæki. Þeir völdu frekar afslappandi leið heldur en erfiða leið yfir hafið til Færeyja eins og þegar þeir komu.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.