Búast við handboltamóttökum

Útsvarslið Fljótsdalshéraðs, sem tapaði í úrslitum fyrir liði Kópavogs, reiknar með höfðinglegum móttökum þegar það snýr aftur til Egilsstaða.

 

Lesa meira

Íslenskum skipum heimilt að veiða álíka af makríl og í fyrra

Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í dag reglugerð um makrílveiðar íslenskra skipa á þessi ári. Miðað er við að heildarafli á árinu fari ekki yfir 112.000 tonn, þar af 20.000 tonn á alþjóðlegu hafsvæði utan lögsögu ríkja. Fari aflinn yfir þetta magn mun ráðherra ákveða hvort gripið skuli til veiðibanns eða takmarkana. Þetta er svipað magn og veiddist í fyrra.

fiskur.jpg

Lesa meira

Heildaraflinn 16% meiri í febrúar en í sama mánuði í fyrra

Heildarafli íslenskra skipa nam 99.648 tonnum í nýliðnum febrúar og var tæplega 16% meiri í tonnum talið en í sama mánuði árið 2008 þegar hann var 85.808 tonn.  Sé aflinn metinn á föstu verði var hann 27% meiri í febrúar 2009 en í sama mánuði árið áður.

dsc00280.jpg

Lesa meira

Er íslensku þjóðinni þrátt fyrir allt borgið?

Þórólfur Vigfússon fæddist á bænum Kirkjubóli í Vaðlavík árið 1932. Hann fluttist 1963 til Eskifjarðar og hefur búið á Reyðarfirði frá árinu 1968. Þórólfur er draumspakur og tekur drauma alvarlega. Hann hefur til dæmis dreymt fyrir forsetakjöri. Draum þann er hér fer á eftir dreymdi Þórólf aðfararnótt 2. ágúst 2008.

rlfur_vigfsson_fr_vlavk_1_vefur.jpg

Lesa meira

Lið Fljótsdalshéraðs beið lægri hlut

Lið Kópavogs sigraði lið Héraðsbúa með 69 stigum gegn 62 í úrslitakeppni Útsvars í Sjónvarpi í kvöld. Lið Fljótsdalshéraðs fór hægt af stað en náði þó nokkurri viðspyrnu er leið á keppnina. Hún fór þó fyrir lítið. Liðið má þó vel við una að hafa náð svo langt í keppninni og tapa með aðeins sjö stiga mun. Nokkur fjöldi fólks var á Hótel Héraði í kvöld til að fylgjast með keppninni á breiðtjaldi.

utsvar.jpg

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga hafið

XXIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga var sett á Hilton Nordica Hotel í Reykjavík í morgun. Halldór Halldórsson formaður sambandsins setti þingi. Í ræðu sinni fjallaði hann einkum um fjármál sveitarfélaga og viðbrögð þeirra við efnahagsvandanum. Hann ræddi þær launalækkanir sem sveitarfélögin hafa orðið að grípa til og hvatti til að fundnar verði leiðir til þess að lækka kostnað við rekstur grunnskóla í samráði við kennara.

11846857251877973637rett_blatt_transparent.gif

Lesa meira

Neytendasamtökin segja gjaldtöku óásættanlega

Nýlega voru samþykkt lög sem heimila neytendum að taka út allt að einni milljón króna af séreignarsparnaði sínum. Lögunum var breytt í meðförum Alþingis á þann veg að nú er ráðherra heimilt að ákveða með reglugerð heimild vörsluaðila (bankar, lífeyrissjóðir) til að innheimta sérstakt gjald vegna umsýslu við útgreiðslu þessa sparnaðar. Þessi breyting kom ekki til skoðunar Neytendasamtakanna eða annarra umsagnaraðila, þar sem henni var bætt inn í eftir að frumvarpið hafði verið sent til umsagnar.

 

12870019.jpg

Lesa meira

Fallið frá rannsókn á máli yfirlæknis

Fallið hefur verið frá lögreglurannsókn á máli Hannesar Sigmarssonar yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar. Hann var leystur frá störfum um miðjan febrúar þegar Heilbrigðisstofnun Austurlands afréð að láta  rannsaka vinnulag og reikninga hans hjá lögreglu. Lögreglan telur gögn málsins ekki þessleg að unnt sé að byggja ákæru á þeim. Eskfirðingar fögnuðu og drógu fána að húni þegar fréttist af málalyktum.

image0011.jpg

Lesa meira

Metsala í fuglafóðri

Vetursetufuglar á Egilsstöðum virðast hafa það bærilegt þessar vikurnar. Þær upplýsingar fengust í Fóðurblöndunni í gær að þar væri búið að selja yfir þrjú tonn af fuglafóðri frá áramótum. Fóður er þar bæði selt laust og í 40 kílóa sekkjum, sem standa að sögn starfsmanna ekkert við í versluninni. Þá er mikil sala í eplum í verslunum enda fara sögur af fólki sem er með tugi silkitoppa og þrasta á sínum snærum og fá þau fersk epli til að naga daglega. Í gær hitti Austurglugginn konu sem er þegar búin að gefa snjótittlingum við hús sitt yfir áttatíu kíló af hveitifræi auk brauðs, fitu og ávaxta og var hún að kaupa þriðja 40 kg pokann frá því í janúar. Fuglarnir launa henni aö sögn með fögrum söng daginn út og inn.

silkitoppa.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar