Vara við endalokum íslensks landbúnaðar innan vébanda Evrópusambandsins

Aðalfundur Landssamtaka sláturleyfishafa, haldinn í Reykjavík 19. mars 2009, varar eindregið við hugmyndum um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. ,,Það er alveg ljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið myndi á fáum árum orsaka endalok íslensks landbúnaðar eins og hann er í dag. Þúsundir starfa myndu tapast og breyting verða á byggð landsins. Matvælalegt sjálfstæði þjóðarinnar verður ekki tryggt nema með öflugum íslenskum landbúnaði," segir í ályktun samtakanna.

1012288.jpg

Inn og út úr Idolinu

Eskfirðingurinn Sigurður Magnús Þorbergsson hefur undanfarna daga upplifað hringekjuferð í Idol-Stjörnuleit. Hann verður einn af tólf þátttakendum í úrslitunum.

 

Lesa meira

Heimsganga í þágu friðar

Heimsgangan er aðgerð sem fer fram í 90 löndum frá 2. október 2009 til 2. janúar 2010 og hefur Ísland nú bæst í þann hóp. Markmið  Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist,  svipaða þeim breytingum sem orðið hafa á viðhorfum til umhverfismála á síðustu áratugum. 

peacesign.jpg

Lesa meira

Matur og fjör hófst í dag

Matar- og menningarhátíðin Food and Fun byrjaði í dag og er nú haldin í áttunda skiptið. Sextán erlendir gestakokkar eru komnir til landsins og munu leggja dag við nótt til að elda kræsingar fyrir íslenska sælkera. Hótel Hérað á Egilsstöðum er þátttakandi og þar verða galdraðir fram gómsætir réttir byggðir á völdu íslensku hráefni um helgina.

Lesa meira

Loðnuleit hætt

Umfangsmikilli loðnuleit hafrannsóknaskipa og fiskiskipa er nú lokið án þess að loðnukvóti væri gefinn út. Ekki náðist að mæla þau 400 þúsund tonn sem er miðað við sem grundvöll til útgáfu aflamarks. Þetta er í fyrsta sinn frá veiðitímabilinu 1982/1983 sem ekki hefur verið gefinn út loðnukvóti. Loðnan hefur nú hrygnt og því orðið of seint að veiða hana.

lodna_2.jpg

Lesa meira

Tímamót sem ekki urðu

Sýslumaðurinn á Eskifirði hefur fengið beiðnir um nauðungarsölu sextán húsgrunna á Fáskrúðsfirði. Þegar framkvæmdir hófust í við þá var það sagt marka tímamót í byggingasögu bæjarins.

 

Lesa meira

Reynsla til að byggja á

Apostol Apostolov, þjálfari kvennaliðs Þróttar Neskaupstað í blaki, segist ánægður með frammistöðu liðsins í úrslitum bikarkeppninnar um seinustu helgi þótt liðið hafi tapað gegn HK.

Lesa meira

ME á fulltrúa í ólympíuliði í eðlisfræði

Kristinn Kristinsson, nemandi Menntaskólans á Egilsstöðum, hefur verið valinn í ólympíulið Íslands í eðlisfræði. Kristinn tók þátt í seinni hluta Eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna og náði þriðja sæti. Hann var því valinn í ólympíuliðið og mun keppa fyrir hönd landsins á Ólympíuleikunum í eðlisfræði í Mexíkó í júlí í sumar.

elisfri.jpg

700IS Hreindýraland að rúlla í gang

Nú fer að líða að opnun alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðarinnar 700IS Hreindýralands 2009. Hátíðin verður nú haldin nú í fjórða sinn.  Í þessari viku munu listamenn og sýningarstjórar sem taka þátt í hátíðinni í ár koma til Egilsstaða, þar sem settar verða upp sjö innsetningar með myndbandsverkum og önnur með hljóðverkum. 

rotblau3.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.