Æfðu blak í náttfötunum

Þóra Elísabet Valgeirsdóttir sendi vefnum þessa fallegu mynd af börnum í Þrótti Neskaupstað. Þau voru að æfa blak á síðustu æfingu fyrir jól í náttfötunum í vikunni. Nú eru þau öll komin í jólafrí og undirbúningur hátíðarinnar í algleymingi.

Flottir krakkar!

rttarblakbrn.jpg

Skellir gegn Keflavík og KFÍ

Körfuknattleikslið Hattar tapaði tveimur leikjum í seinustu útleikjaferð sinni um helgina. Liðið lenti fyrst í Íslandsmeisturum Keflavíkur í bikarkeppni karla og síðan í KFÍ á Ísafirði.

 

Lesa meira

Sveinbjörn ekki farinn til Grindavíkur

Ekki hefur verið gengið frá kaupum úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu á Sveinbirni Jónassyni, framherja Fjarðabyggðar eins og fullyrt var í Morgunblaðinu í morgun.

 

Lesa meira

Trakteringar fyrir sundgesti í Neskaupstað

Starfsfólkið í sundlauginni á Norðfirði bíður nú eftir því að bjóða 40 þúsundasta gestinn á árinu 2008 velkomin í sund. 40 þúsundasti gesturinn fær frítt árskort í sund og líkamsrækt og gestur númer 39.999 fær frítt í sund árið 2009. Sundlaugin og líkamsræktin er opin allt árið og þar er virkilega góð aðstaða fyrir unga sem aldna til þess að rækta líkama og sál. Allir í sund á Norðfirði.

Launafl styrkir vatnsverkefni kirkjunnar

Launafl í Fjarðabyggð hefur gefið Hjálparstofnun kirkjunnar fé til kaupa á tveimur vatnsbrunnum. Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri Launafls og Ágúst Sæmundsson, rafvirkjameistari, afhentu kirkjunni á Reyðarfirði ávísun að andvirði 260 þúsund króna rétt fyrir helgi. Þá stendur til að Launafl, Alcoa og Vélsmiðja Hjalta styrki Verkmenntaskólann í Neskaupstað um tólf milljónir króna samtals til tækjakaupa.

vefur_launafl.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð styður við Sparisjóð Norðfjarðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt þá málaleitan Sparisjóðs Norðfjarðar að sveitarfélagið komi að því að auka eigið fé sparisjóðsins. Yfirtekur Fjarðabyggð lífeyrisskuldbindingar sparisjóðsins við Lífeyrissjóð Neskaupstaðar, en bæjarstjóður ber bakábyrgð á þeim. Andvirði þeirra skuldbindinga verður síðar breytt í stofnfé í sparisjóðnum.

peningar.jpg

Lesa meira

Strandaglópur í Hornafirði

Undanfarnar vikur hefur hreindýr haldið sig í Hellinum (eyjunni) sem er við innsiglinguna til Hornafjarðar og er talið líklegt að það hafi synt yfir álinn frá Austurfjörum þar sem nokkur hreindýr hafa verið á beit undanfarið.

Lesa meira

Starfsmenn Fjarðaáls fá kaupauka á morgun

Á morgun, mánudag, ætlar Alcoa að greiða starfsmönnum Fjarðaáls kaupauka. Hann mun nema mánaðarlaunum, að viðbættu 15% álagi. Áður höfðu Ísal og Norðurál greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Vilja fá Öxi rudda

Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað hafa skorað á Vegagerðina að opna Öxi í ljósi góðs veðurútlits og þess að mun minna fyrirtæki sé að ryðja veginn opinn eftir vegbætur í haust. Vegagerðin segist skilja sjónarmið sveitarfélaganna, en fjallvegurinn tilheyri snjómoksturflokki fjögur og eigi því aðeins að ryðja hann að hausti og vori en ekki á vetrum. Í snjómokstursframlögum til svæðisins í ár sé gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund krónum til moksturs en Vegagerðin hafi þegar varið til þess fimm og hálfri milljón. Það sé á valdi samgönguyfirvalda að breyta snjómokstursreglum fyrir Öxi.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.