Launafl styrkir vatnsverkefni kirkjunnar

Launafl í Fjarðabyggð hefur gefið Hjálparstofnun kirkjunnar fé til kaupa á tveimur vatnsbrunnum. Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri Launafls og Ágúst Sæmundsson, rafvirkjameistari, afhentu kirkjunni á Reyðarfirði ávísun að andvirði 260 þúsund króna rétt fyrir helgi. Þá stendur til að Launafl, Alcoa og Vélsmiðja Hjalta styrki Verkmenntaskólann í Neskaupstað um tólf milljónir króna samtals til tækjakaupa.

vefur_launafl.jpg

Lesa meira

Fjarðabyggð styður við Sparisjóð Norðfjarðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt þá málaleitan Sparisjóðs Norðfjarðar að sveitarfélagið komi að því að auka eigið fé sparisjóðsins. Yfirtekur Fjarðabyggð lífeyrisskuldbindingar sparisjóðsins við Lífeyrissjóð Neskaupstaðar, en bæjarstjóður ber bakábyrgð á þeim. Andvirði þeirra skuldbindinga verður síðar breytt í stofnfé í sparisjóðnum.

peningar.jpg

Lesa meira

Norðfjarðarvegur um Norðfjarðargöng

Vegagerðin hefur tilkynnt til athugunar Skipulagsstofnunar frummatsskýrslu Norðfjarðarvegar (92) um Norðfjarðargöng, milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
vefur_oddsskarsgng.jpg

Lesa meira

Starfsmenn Fjarðaáls fá kaupauka á morgun

Á morgun, mánudag, ætlar Alcoa að greiða starfsmönnum Fjarðaáls kaupauka. Hann mun nema mánaðarlaunum, að viðbættu 15% álagi. Áður höfðu Ísal og Norðurál greitt aukalega kaupauka á síðustu vikum. Launaliður samnings AFLs starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál verður næst laus í apríl nk.

Vilja fá Öxi rudda

Djúpavogshreppur og Fljótsdalshérað hafa skorað á Vegagerðina að opna Öxi í ljósi góðs veðurútlits og þess að mun minna fyrirtæki sé að ryðja veginn opinn eftir vegbætur í haust. Vegagerðin segist skilja sjónarmið sveitarfélaganna, en fjallvegurinn tilheyri snjómoksturflokki fjögur og eigi því aðeins að ryðja hann að hausti og vori en ekki á vetrum. Í snjómokstursframlögum til svæðisins í ár sé gert ráð fyrir tvö hundruð þúsund krónum til moksturs en Vegagerðin hafi þegar varið til þess fimm og hálfri milljón. Það sé á valdi samgönguyfirvalda að breyta snjómokstursreglum fyrir Öxi.

 

Fellamenn óttast um tónlistarskóla

Hundrað fimmtíu og þrír íbúar Fellahrepps hins forna vilja að horfið verði frá hugmyndum bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs um að sameina Tónlistarskólann í Fellum Tónlistarskólanum á Egilsstöðum. Velunnarar skólans í Fellum gengu í hús í lok nóvember og söfnuðu undirskriftum þar að lútandi. Allir nema fjórtán rituðu undir yfirlýsingu þessa efnis og var hún afhent bæjarstjóra Fljótsdalshéraðs. Fræðslunefnd sveitarfélagsins vill halda undirbúningi að sameiningu áfram.

crbs0690870.jpg

Lesa meira

Sveinbjörn ekki farinn til Grindavíkur

Ekki hefur verið gengið frá kaupum úrvalsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu á Sveinbirni Jónassyni, framherja Fjarðabyggðar eins og fullyrt var í Morgunblaðinu í morgun.

 

Lesa meira

Nemandi í ME hannar merki Þjóðleiks

Í gær var á Egilsstöðum veitt viðurkenning fyrir nýtt merki Þjóðleiks, leiklistarverkefnis á Austurlandi sem unnið er í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Nemendur þrettán skóla í fjórðungnum æfa nú frumsamin verk sem sýnd verða á leiklistarhátíð næsta vor á Fljótsdalshéraði. Sú sem hannaði verðlaunamerkið heitir Kristín Inga Vigfúsdóttir og hlýtur hún að launum hundrað þúsund krónur. Einkenni merkisins eru leikgrímurnar tvær, hlátur og grátur og koma útlínur Austurlandsfjórðungs við sögu í hláturgrímunni.

jleikur.jpg

 

Lesa meira

Nýjungar í sorphirðumálum á Héraði

Fljótsdalshérað og Íslenska gámafélagið hafa gert með sér samning um þriggja tunnu sorphirðukerfi í sveitarfélaginu. Samningurinn nemur þrjúhundruð milljónum króna til sjö ára og mun breyta sorphirðukerfinu í grundvallaratriðum.

alaskadump-450076-001-sw.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar