Stór hluti Brúaröræfa enn þjóðlenda

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu eigenda Brúar I, Sigvarðs Halldórssonar og Brúar II, Stefáns Halldórssonar, á Fljótsdalshéraði. Þeir kröfðust ógildingar á úrskurði óbyggðanefndar og viðurkenningar á eignarréttarlegri stöðu lands jarðarinnar Brúar á Jökuldal. Óbyggðanefnd úrskurðaði í maí 2007 að Brúaröræfi væru þjóðlenda, það er Jökuldalur norðan og vestan Jökulsár á Jökuldal, ásamt Jökulsárhlíð. Þann úrskurð staðfesti Héraðsdómur Reykjavíkur í dag.

Veiðimenn og annað gott fólk

Samfélag veiðimanna á Egilsstöðum biðlar til veiðimanna á Héraði og allra annarra sem telja sig aflögufæra að fara í gegnum frystikistur sínar og gefa af ónýttum afla sínum eða birgðum til þeirra sem eru hjálpar þurfi.

leg-of-lamb.jpg

Lesa meira

Báðir erlendu leikmennirnir fara

Jerry Cheeves og Ben Hill, erlendu leikmennirnir tveir sem leikið hafa með körfuknattleiksliði Hattar í vetur, fara heim um jólin og koma ekki aftur til liðsins eftir áramót. Þeir óskuðu eftir að fara vegna persónulegra ástæðna.

 

Lesa meira

Senda Mæðrastyrksnefnd skötu

Fiskhöllin í Fellabæ ætlar að senda Mæðrastyrksnefnd fimmtíu kíló af kæstri skötu og styðja þannig við úthlutun nefndarinnar til þeirra sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síldarvinnslan í Neskaupstað hefur þegar sent á fimmta tonn af frystri ísu til Mæðrastyrksnefndar. Þá mun Landsvirkjun láta prestum á Héraði í té kjöt fyrir jólin fyrir þá sem þess þurfa með og Lionsklúbburinn Múli hvetur fólk til að leggja fryst kjöt eða fisk inn hjá Flytjanda á Egilsstöðum og verður þeim matvælum dreift til fólks á Héraði fyrir jólin.

skata4-s.jpg

Stefán Ragnar ráðinn sem fyrsti flautuleikari hjá Metropolitan

Norðfirðingurinn Stefán Ragnar Höskuldsson hefur verið ráðinn fyrsti flautuleikari hljómsveitar Metropolitanóperunnar í New York. Óhætt er að fullyrða að um er að ræða eitthvert eftirsóknarverðasta flautuleikarstarf sem í boði er á heimsvísu.

usa_nyc_metropolitanopera_5.jpg

Lesa meira

Ármann sigraði Hattara

Körfuknattleikslið Hattar laut í lægra haldi fyrir Ármanni í spennandi leik á Egilsstöðum á laugardag. Ármann sigraði með 77 stigum gegn 68. Stigahæstir í Hattarliðinu voru Jerry Chevesm, Kristinn Harðarson og Sveinbjörn Skúlason.

Grunur um íkveikju

Lögregla í umdæmi sýslumannsins á Eskifirði hefur rökstuddan grun um að kveikt hafi verið í parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði aðfararnótt mánudagsins var. Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað út um hálffimm um morguninn, eftir að nágrannar höfðu gert viðvart um eldinn og vakið upp íbúa í húsinu þar sem eldurinn kviknaði. Sá komst ómeiddur út og slökkviliðið náði að ráða niðurlögum eldsins á nokkrum mínútum. Skemmdir urðu á húsinu af völdum sóts og reyks. Lögreglan er með málið til rannsóknar og segir alvarlegt ef um íkveikju er að ræða.

Eldur í parhúsi á Reyðarfirði

 

Slökkvilið Fjarðabyggðar var kallað að parhúsi við Stekkjargrund á Reyðarfirði kl. 04:23 í nótt. Þar höfðu nágrannar orðið varir við eld í íbúð og kölluðu til slökkvilið. Þeir ræstu jafnframt íbúa sem var sofandi í íbúðinni og komst hann út. Það tók Slökkvilið Fjarðabyggðar aðeins nokkrar mínútur að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir urðu í íbúðinni af sóti og reyk.

Kór Fjarðabyggðar syngur lög Inga T.

Út er kominn geisladiskur með nokkrum af þekktustu og vinsælustu lögum Inga T. Lárussonar. Það er  Kór Fjarðabyggðar sem gefur diskinn út en kórinn saman stendur af söngfólki, sem að mestu leyti kemur úr kirkjukórum í  Fjarðabyggð. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.