Um síðustu helgi fór fram í fyrsta skipti Tónlistarhátíðin Köld í Neskaupstað. Fram komu ólíkir listamenn og má því segja að flestir hafi getað fundið eitthvað við sitt hæfi. Hátíðin var vel sótt og eru aðstandendur hennar ánægðir með þessa fyrstu tilraun.
Austurland Freeride Festival er nýtt ný fjallaskíða - og brettahátið sem hefst á morgun, fimmtudagin 27. febrúar og steldur til sunnudagsins 1. mars. Fjölbreyttir viðburðir eru í boði en aðalviðburðurinn, Skörðin tvö, eru aðeins fyrir vant fjallaskíðafólk.
Nóg verður um að vera á Austurlandi um helgina. Hvort sem það eru tónleikahátíðin Köld, körfuboltaleikur þar sem Höttur berst um að komast upp deild, spilanámskeið, leikhús eða Ístölt Austurland. Það ætti engum að leiðast um helgina.
Borgfirðingurinn Guðfnna Jakobsdóttir Hjarðar er matgæðingur vikunnar. Hún er búsett á Akureyri og starfar á leikskólanum Kiðagili. Henni finnst besta að nota uppskriftabækur sem innblástur fyrir eigin matargerð og fer sjaldnast nákvæmlega eftir þeim.
Sr. Benjamín Hrafn Böðvarsson prestur í Austfjarðaprestakallivakti vakti athygli síðustu jól þegar hann sjálfur söng Ó helga nótt. Hann lét ekki þar við sitja og kom öllum á óvart og söng í lokaatriði Kommablótsins í Neskaupstað við mikinn fögnuð viðstaddra.
Breiðdælingurinn Guðný Harðardóttir er Austfirðingum að góðu kunn fyrir Breiðdalsbitann sinn. Hún er framkvæmdarstjóri fyrirtækisins og sauðfjárbóndi. Matgæðingur síðustu viku skoraði á Guðnýju í eldhúsyfirheyrslu þessarar viku og tók hún áskorununni með glöðu geði.
Ekkert varð úr öskudeginum í Neskaupstað í vegna veðurs. Sást vart milli hús í neðri hluta bæjarins, vegna hríðar, þar sem börnin hefðu gengið um milli fyrirtækja og sungið fyrir sælgæti. Skólayfirvöld brugðu á það ráð að fresta deginum um einn dag.
Sérstakar öskudagsmessur verða sungnar í Eydala- og Stöðvarfjarðarkirkju í fyrramálið og boðið upp á brauð eftir uppskrift úr biblíunni. Öskudagur á sér rætur í kristnum hefðum þar sem askan er tákn um hreinsun.
Leikfélag Menntaskólans á Egilsstöðum frumsýnir á morgun gamanleikritið Brúðkaup eftir Guðmund Ólafsson í leikstjórn Ísgerðar Elfu Gunnarsdóttir, leikkonu og leikstjóra. Verkið fjallar um brúðkaup þar sem allt klikkar sem getur klikkað og meira til. Nemendur menntaskólans hafa unnið hörðum höndum síðustu vikur við uppsetningu leikritsins.