


Þegar heilbrigðisforstjórinn malaði Kára Stefánsson í körfubolta
Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, er meðal þeirra sem staðið hafa í eldlínunni austanlands í baráttunni gegn covid-19 veirunni. Stofnunin hefur nú tekið höndum saman við Íslenska erfðagreiningu um að hefja á næstu dögum skimun fyrir útbreiðslu veirunnar í fjórðungnum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Guðjón og Kári Stefánsson, forstjóri fyrirtækisins mætast en fyrsta skiptið var á körfuboltavellinum.Ágóðinn af fermingarskeytunum nýttur til góðs
Kvenfélagið Nanna í Neskaupstað var stofnað árið 1907 og er tilgangur þess að styðja við velferðamál í þágu bæjarins. Elsta fjáröflunarleið þeirra er sala á fermingarskeytum. En vegna Covid-19 faraldursins verður ekkert skeytunum í vor en Kvenfélagið mun fara af stað með þau þegar nær dregur fermingum í haust.

Gleði og gaman í sönghóp á Facebook
Seyðfirðingurinn Helgi Haraldsson renndi ekki í grun um hvað í vændum væri þegar hann stofnaði sönghóp á Facebook. Innan við viku eftir stofnun hópsins eru tæplega sex þúsund manns skráð í hópinn.Vopnfirðingur í liði Jóhönnu af Örk
Vopnfirðingurinn Emilía Brá Höskuldsdóttir hefur í vetur æft og leikið með franska knattspyrnufélaginu Jeanne d'Arc de Biarritz eða Jóhönnu af Örk frá Biarritz. Emilía, sem fór utan til að starfa sem barnfóstra, segir fótboltann hafa hjálpað henni að komast inn í franskt samfélag.
Tók innan við 30 mínútur að safna fyrir súrefnisvélunum
Á facebook síðunni Fjarðabyggð - Auglýsingar og viðburðir birtist ákall frá hjúkrunarheimilum Fjarðabyggðar í gærkvöldi. Fjárhagslegur róður hjúkrunarheimilanna þyngist verulega dag frá degi og því var ákveðið að leita til samfélagsins eftir stuðningi. Meðal annars við kaup á sex öndunarvélum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Aprílgabb: Fljótsdælingar efna til páskaeggjaleitar
Ferðaþjónustuaðilar í Fljótsdal og Ungmennafélagið Þristur, með stuðningi Fljótsdalshrepps, hafa tekið saman höndum um að efna til páskaeggjaleitar í dag. Vítt er til veggja í dalnum og þannig er tryggt að reglum um samskiptafjarlægð verði virtar.
Heimsendingar endurvaktar í heimsfaraldri
Austfirskir veitingastaðir hafa tekið upp heimsendingar til að bregðast við takmörkunum vegna útbreiðslu covid-19 veirunnar. Rekstrarstjóri flatbökustaðarins Asks á Egilsstöðum segir heimsendingarnar bjargráð fyrir staðinn en viðskiptavinir hafi tekið þeim vel.