


Menningarveisla á Austurlandi alla helgina
Sannkölluð menningarveisla verður á Austurlandi um helgina með tónlist landsþekktra listamanna í forgrunni á borð við KK, Pál Óskar, Ásgeir Trausta og Svölu Björgvins.
Austfirskt blúsband spilar á Ólafsvöku í Færeyjum
„Við hlökkum gríðarlega mikið til þess að fara út og spila fyrir frændur okkar í Færeyjum,“ segir Jóhanna Seljan, söngkona og forsprakki austfirsku sveitarinnar The Borrowed brass blues band, sem er á leið í tónleikaferðalag til Færeyja á Ólafsvöku helgina 27.-29. júlí.

„Líklega einu tónlistarmenn landsins sem þorum í samkeppni Guns N' Roses“
„Við munum bæði spila saman og í sitthvoru lagi,“ segir Guðmundur R. Gíslason, tónlistarmaður í Neskaupstað, en hann mun troða upp á tónleikaröðinni V-5 bílskúrspartý ásamt dóttur sinni Maríu Bóel annað kvöld.
„Taskan mín hefur oftar en ekki verið kölluð svartholið"
„Nýja hlutverkið leggst mjög vel í mig, ég er full bjartsýni fyrir komandi hátíð og hlakka til að takast á við það verkefni að gera Eistnaflug að enn betri,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastýra Eistnaflugs. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.
Seldist upp í allar listasmiðjur á sjö mínútum
„LungA er fyrir alla, er maður ekki alltaf ungur,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, ein þeirra sem stýrir LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi, sem er nú í fullum gangi á Seyðisfirði.
Kenndi fyrst sund í köldum pollum
Stefán Þorleifsson, fyrrverandi íþróttakennari í Neskaupstað, segir aðstöðu til sundkennslu í bænum hafa verið fábrotna þegar hann byrjaði að kenna þar íþróttir. Strax var hafist handa við að undirbúa byggingu sundlaugar og varð Stefán framkvæmdastjóri byggingarinnar. Laugin heitir Stefánslaug til heiðurs honum.
„Við erum strax farin að skipuleggja Eistnaflug 2019“
„Hátíðin gekk bara rosalega vel og allir eru glaðir og hamingjusamir eftir,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastýra þungarokkshátíðarinn Eistnaflugs sem haldin var í Neskaupstað síðastliðna helgi.