„Ég gæti ekki verið ánægðari“

„Þetta gekk bara æðislega vel allt saman, það er mikil gleði og hamingja hér á bæ eftir hátíðina. Bæði bæjarbúar og þeir sem tóku þátt tala um hversu vel allt gekk þannig að við sem að þessu stöndum erum mjög hamingjusöm,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, ein þeirra sem stýrir LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi sem lauk um helgina.

Lesa meira

Menningarveisla á Austurlandi alla helgina

Sannkölluð menningarveisla verður á Austurlandi um helgina með tónlist landsþekktra listamanna í forgrunni á borð við KK, Pál Óskar, Ásgeir Trausta og Svölu Björgvins.

Lesa meira

„Taskan mín hefur oftar en ekki verið kölluð svartholið"

„Nýja hlutverkið leggst mjög vel í mig, ég er full bjartsýni fyrir komandi hátíð og hlakka til að takast á við það verkefni að gera Eistnaflug að enn betri,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastýra Eistnaflugs. Hún er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Seldist upp í allar listasmiðjur á sjö mínútum

„LungA er fyrir alla, er maður ekki alltaf ungur,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir, ein þeirra sem stýrir LungA – listahátíð ungs fólks á Austurlandi, sem er nú í fullum gangi á Seyðisfirði.

Lesa meira

Kenndi fyrst sund í köldum pollum

Stefán Þorleifsson, fyrrverandi íþróttakennari í Neskaupstað, segir aðstöðu til sundkennslu í bænum hafa verið fábrotna þegar hann byrjaði að kenna þar íþróttir. Strax var hafist handa við að undirbúa byggingu sundlaugar og varð Stefán framkvæmdastjóri byggingarinnar. Laugin heitir Stefánslaug til heiðurs honum.

Lesa meira

„Við erum strax farin að skipuleggja Eistnaflug 2019“

„Hátíðin gekk bara rosalega vel og allir eru glaðir og hamingjusamir eftir,“ segir Magný Rós Sigurðardóttir, nýráðin framkvæmdastýra þungarokkshátíðarinn Eistnaflugs sem haldin var í Neskaupstað síðastliðna helgi.

Lesa meira

 „Ég er nánast að á hverjum degi“

Ríkharður Valtingojer, grafíklistamaður á Stöðvarfirði, hlaut á dögunum önnur verðlaun á stórri alþjóðlegri grafíkhátíð sem haldin er í Sofiu í Búlgaríu. Ríkharður sem er 83 ára gamall segir verðlaunin skipta sig miklu máli. 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.