


„Fann fljótt að mig langaði að verða háseti“
Hrönn Hjálmarsdóttir var aðeins tvítug þegar hún fékk fyrst boð um að vinna um borð í togara og þurfti þá að vera mætt um borð rúmum tveimur tímum síðar. Hrönn starfaði síðar sem vinnslustjóri um borð í Barða.
„Situr sterkt eftir í mér að Erla hafi verið sterk persóna“
Í kvöld verða haldnir á Vopnafirði tónleikar þar sem flutt verða 14 ný lög sem Baldvin Eyjólfsson hefur samið við ljóð skáldkonunnar Erlu. Saga Erlu er um margt merkileg þar sem hún var ein af tíu fyrstu íslensku konunum til að gefa út bók.
Forsetinn heiðursgestur Rúllandi snjóbolta/11
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, verður heiðursgestur við opnun listasýningarinnar Rúllandi snjóbolta /11 á Djúpavogi á morgun. Á sýningunni má bæði líta sögufræg íslensk listaverk og kínversk áróðursspjöld sem og verk listamanna frá ýmsum löndum.
Vann 200 umhverfislistaverk á einum mánuði
Í dag opnar sýningin „Lava Poetry“ í gallerí Klaustri á Skriðuklaustri. Þar verða til sýnis myndir af verkum sænska listamannsins Karls Chilcotts sem eru afrakstur mánaðardvalar hans þar síðasta sumar. Karl nýtir sér efnivið í náttúrunni en skilur alltaf við svæðin eins og hann kemur að þeim.Helgin: Búinn að safna austfirskum bílum saman á sýningu
Austfirskir bílaunnendur hafa nóg að gera um helgina. Sýning á úrvali austfirskra bifreiða verður hluti af dagskrá Hernámsdagsins á Reyðarfirði og á Héraði fer fram Norðurlandamót í torfæru.
Forðast fordæmingu kirkjunnar og að þurfa að loka barnum
Vertarnir í Fjarðarborg á Borgarfirði standa í kvöld fyrir fermingarveislu að dönskum hætti. Með henni fylgja þeir eftir árlegri hefð um að halda stórhátíð að sumri til. Ýmsar hindranir hafa verið í vegi að veislunni í ár.
„Stórurðin á sérstakan stað í hjarta mínu“
Umfjöllun Fréttablaðsins í morgun með ljósmyndum Sigtryggs Ara Jóhannssonar um Stórurð hefur vakið mikla athygli. Greinin markar upphaf greinaflokks Sigtryggs og Tómasar Guðbjartssonar um sérstæðar perlur í íslenskri náttúru og þeir hafi viljað byrja á að hvetja göngufólk til að fara austur.