


„Þetta eru bara verk sem við elskum“
Það er alltaf öðruvísi að koma fram í heimabyggð, á þeim stöðum sem standa manni nær en aðrir,“ segir söngkonan Tinna Þorvalds Önnudóttir sem heldur þrenna tónleika á Austurlandi ásamt píanóleikaranum Öldu Rut Garðarsdóttur á næstunni.

„Ef ég myndi ekki spá þeim sigri væri ég að sigla undir fölsku flaggi“
„Ég var gallharður Hattari hér í denn og spilaði sjálf fótbolta daglega. Þó má fullyrða að áhugi minn hafi einskorðast við veru inn á vellinum fremur utan, en vitaskuld er ekki annað hægt en að vera rifin með í stemninguna sem myndast í þjóðfélaginu,“ segir Héraðsbúinn Lára Garðarsdóttir, sem hannaði vörulínu í tengslum við HM fyrir Pennann.
Helgin: „Lögheimili sólarinnar er fyrir austan“
„Ég segi agalega gott, það er ekki hægt annað, hér er allt að gerast,“ segir Sævar Guðjónsson, ferðaþjónustubóndi á Mjóeyri og skipuleggjandi göngu- og gleðivikunnar „Á fætur í Fjarðabyggð“ sem hefst á morgun og stendur í heila viku.
Sjósoðið smælki og hundasúrupestó yfir HM á Flateyri
„Ég kynntist fólkinu sem er að reka veitingastaðinn Vagninn á Flateyri og var þar gestakokkur eina helgi í fyrra. Í sumar báðu þau mig um að koma og vera með sér, leggja upp matseðil og elda á kvöldin. Ég ákvað að láta þetta tækifæri ekki fram hjá mér fara, stökk á vagninn og er hér í allt sumar,“ segir Vopnfirski næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir sem stendur kokkavaktina á Vagninum í sumar.
„Allir bæjarbúar leggjast á eitt við undirbúning“
„Breiðdælingar eru spenntir að bjóða gestum heim. Undirbúningur gengur vel og allt er að smella saman,“ segir Þorgils Haukur Gíslason, formaður ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða, en 17. júní hátíðarhöld í Fjarðabyggð verða að þessu sinni haldin á Breiðdalsvík í samvinnu við félagið.
„Ég hef alla mína rússneskukunnáttu úr Fóstbræðrum“
„Ég reyndi tvisvar að sækja um miða á alla þrjá leiki Íslands í riðlinum, en Pútín vildi greinilega ekki hafa okkur félagana of lengi í Rússlandi, svo eg fer á seinni tvo,“ segir Héraðsbúinn og Borgfirðingurinn Dagur Skírnir Óðinsson, sem staddur er í Rússlandi ásamt vinum sínum til að hvetja íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu til dáða. Hann er í „HM-skotinni“ yfirheyrslu vikunnar.
„Nágrannar okkar hafa tekið þessu einstaklega vel“
„Það sem gerir þetta sérstakt er að allir tónleikarnir eru haldnir á bílaplaninu í Valsmýri 5 og allt tónlistarfólk gefur vinnu sína. Kostnaður er því lítill og aðgangur ókeypis,“ segir Arnar Guðmundsson, sem stendur nú fyrir tónleikaröðinni V-5 bílskúrspartý í Neskaupstað á þriðjudagskvöldum annað sumarið í röð.