Stefnir á að skrifa söguna sína

„Röð áfalla síðustu fimm ára gerðu það að verkum að sjálfsmat mitt og sjálfstraust rann hratt og örugglega út í sandinn með þeim afleiðingum að í svartasta skammdeginu sá ég ekki tilgang með lífinu,“ segir Vopnfirðingurinn Margrét Gunnhildur Gunnarsdóttir, sem ætlar að flytja erindið „Að finna aftur lífsviljann“ í Kaupvangskaffi á Vopnafirði á föstudagskvöldið klukkan 20:00.

Lesa meira

Umslagið varð til áratug fyrir útgáfu geisladisksins

„Það hefur lengi staðið til að gera plötu og koma einhverju af mínu efni frá mér á varanlegan hátt,“ segir Stöðfirski tónlistarmaðurinn Garðar Harðar, en hann var að gefa frá sér geisladiskinn Tónaljóð.

Lesa meira

Löng helgi: Tímamótaviðburður í Havarí og fleira

„Það verður meira og minna stöðug dagskrá í allt sumar, bæði um helgar og eitthvað á virkum dögum,“ segir Karlsstaðabóndinn Svavar Pétur Eysteinsson, en viðburðasumarið í Havarí rúllar formlega af stað á morgun.

Lesa meira

„Þegar maður gerir hluti þarf bara að gera þá almennilega“

„Austurlandið skipar svolítið stóran sess hjá mér sjálfri, en ég ólst upp á Seyðisfirði þrjú fyrstu árin mín, þar sem pabbi minn var prestur og foreldrar mínir hófu sambúð,“ segir María Magnúsdóttir, forsprakki hljómsveitarinnar MIMRA sem er að hefja tónleikaferð um landið. Sveitin spilar á þremur stöðum á Austurlandi í kringum næstu helgi.

Lesa meira

„Ég leyfi áhorfendum að taka virkan þátt “

„Ég er búinn að setja saman öll mín bestu atriði í eina stórkostlega fjölskylduupplifun,“ segir töframaðurinn Einar Mikael, sem flakkar um Austurland í vikunni auk þess að vera með fimm daga námskeið á Egilsstöðum.

Lesa meira

Keyrum svo lengi sem Ísland kemst áfram og Ladan gengur

Tveir félagar sem ætla að ferðast á heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi á Lödu Sport í fánalitunum halda á brott með Norrænu í kvöld. Þeir hafa tröllatrú á farartækinu sem vekur mikla athygli hvar sem hún fer um.

Lesa meira

Yfirheyrsla: „Ég er einstaklega löt“

„Liljurnar vantaði kjóla, mig vantaði lokaverkefni. Mamma lagði saman tvo og tvo og skipaði okkur systrunum að leysa þetta,“ segir Bríet Finnsdóttir sem hlaut hæstu einkunn fyrir lokaverkefni sitt frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á dögunum þegar hún hannaði og sérsaumaði kjól á hvern og einn meðlim í stúlknakórnum Liljunum. Bríet er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Liljurnar syngja í nýjum kjólum

„Þær byrjuðu sem tveggja radda kór en eftir þriggja ára starf voru þær orðnar þriggja radda og eru nú allt upp í fjögra radda,“ segir Margrét Lára Þórarinsdóttir, kórstjóri, en stúlknakórinn Liljurnar halda vortónleika sína í Egilsstaðakirkju í kvöld klukkan 20:00.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.