


„Mér finnst skemmtilegt fólk skemmtilegt“
Pálmi Fannar Smárason á Djúpavogi, stendur nú fyrir viðburðinum Edrúlífið sjötta árið í röð á laugardaginn. Hann er í yfirheyrslu vikunnar.
Hjartaopnandi hreint kakó spilar aðalhlutverkið
„Ég vil ganga svo langt að segja að þetta sé sannkölluð gjöf fyrir líkama, hug og sál. Og galdrar gerast alls staðar, bara ef við erum opin fyrir því,“ segir Kamilla Ingibergsdóttir, en hún stendur fyrir svokallaðri kakóathöfn á kærleiksdögum á Breiðdalsvík á morgun og í Herðubreið á Seyðisfirði á laugardaginn.
„Hver einasta króna rennur óskipt til Brakkasamtakanna“
„Fólk er alltaf tilbúið til þess að láta gott af sér leiða og margt smátt gerir eitt stórt,“ segir Aron Steinn Halldórsson, formaður nemendaráðs Menntaskólans á Egilsstöðum, en félagið stendur fyrir góðgerðarviku í skólanum sem hófst í dag.
Las Landið þitt Ísland og Vegahandbókina til jafns við Andrésblöðin
„Ég hef verið beðinn um að útbúa myndir fyrir flest bæjarfélög landsins og er alltaf að bæta við í safnið,“ segir B Borgfirðingurinn Hafþór Snjólfur Helgason, sem hefur að undanförnu hannað og selt myndir sem hann kallar bæjarmyndir.
Vinnur þú með ungmennum og langar í ævintýraferð til Austurríkis?
„Okkur vantar tvo einstaklinga til þess að koma með okkur í þessa ævintýraferð,“ segir Sonja Einarsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Zveskjunnar á Reyðarfirði, sem kallar eftir þátttakendum í Erasmus+ verkefni tengdu æskulýðs- og íþróttastarfi í Austuríki í maí.
Tryggvi Ólafsson hlaut Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta
Tryggvi Ólafsson, myndlistarmaður úr Neskaupstað, hlýtur Verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta fyrir árið 2018. Verðlaunin fær Tryggvi fyrir ævistarf sitt í þágu myndlistar og framlags til að efla menningarsamskipti Íslands og Danmerkur.
„Mikið vill meira“
„Nýheimkominn tel ég standa upp úr þá samkennd sem ríkti meðal ferðafélaga og varðar þá engu hvort viðkomandi tilheyrði öðrum hvorum kórnum eða kom með sem maki eða vinur,“ segir Magnús Már Þorvaldsson, upplýsingafulltrúi Vopnafjarðar og meðlimur í karlakór Vopnafjarðar, en kórinn kom heim í gær úr sinni fyrstu utanlandsferð til Færeyja ásamt kirkjukór Vopnafjarðar.