„Mikill tími hefur farið í að hreinskrifa óútgefnar nótur“

Söngkonan Erla Dóra Vogler og píanóleikarinn Eva Þyri Hilmarsdóttir heiðra minningu Jórunnar Viðar í ár, en 100 ár verða liðin frá fæðingu hennar í desember. Fyrir utan að halda tónleika eru þær að safna fyrir útgáfu geisladisks á Karolinafund þar sem meðal annars má finna áður óútgefnum lög hennar.

Lesa meira

Flugu austur með pizzaveislu

Æstur aðdáandi Dominos pizza á Egilsstöðum fékk ósk sína uppfyllta þegar fyrirtækið sendi úrval af uppáhalds flatbökunum hans austur. Hann á sér þó þá ósk að keðjan opni stað eystra.

Lesa meira

„Ég ákvað að nota þetta tækifæri til að læra lögin mín“

„Ég ætlaði reyndar alltaf að henda henni en svona eftir hálfleik sá ég að það var ekki aftur snúið og setti fullan kraft í verkefnið,“ segir listamaðurinn Prins Póló um nýjustu plötu sína Þriðja kryddið sem kom út fyrir stuttu.

Lesa meira

Fór heim með fullan spilastokk af nafnspjöldum

Kristján Krossdal, sem framleiðir byssuskefti undir nafni Krossdal Gunstock, varð nýverið fyrsti íslenski framleiðandinn til að sýna vöru sína á einni stærstu skotvopnasýningu heims. Kristján er ánægður með hvernig til tókst á sýningunni og segir mikinn áhuga á afurðum fyrirtækisins.

Lesa meira

Héraðsdætur syngja sumarið inn í kvöld

„Karlakórinn hefur gjarnan verið með tónleika síðasta vetrardag og Héraðsdætur sungið sumarið inn á móti,“ segir Margrét Lára Þórarinsdóttir, kórstjóri Héraðsdætra, sem verða með sína árlegu vortónleika í Egilsstaðakirkju í kvöld klukkan 20:00.

Lesa meira

Seldu alltaf eina plötu fyrir hvert skítkast virkra í athugasemdum

Ljóðapönksveitin Austurvígstöðvarnar er að leggja lokahönd á plötu sína Útvarp Satan og mun afraksturinn koma fyrir almenningssjónir í sumar. Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari sveitarinnar, er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Systur að austan mætast í Söngkeppni framhaldsskólanna

Systurnar Ragnhildur Elín og Jóhanna Malen Skúladætur taka þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna annað kvöld fyrir sinn hvorn skólann. Ragnhildur segir þær tilbúnar að samgleðjast hvor annarri ef önnur lendir í verðlaunasæti.

Lesa meira

Kerfið gerir ekki ráð fyrir tveimur mæðrum

„Við fundum strax að hér væri gott að vera og nú vorum við að kaupa okkur hús þannig að við erum ekki að fara neitt,“ segir Rakel Kemp Guðnadóttir, sem fluttist á Reyðarfjörð fyrir þremur árum með fjölskyldu sinni. Rakel er verkefnastjóri hjá Fjarðabyggð í tengslum við móttöku flóttafólks, en hún var í forsíðuviðtali síðasta blaðs Austurgluggans.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.