„Það er einhver galdur sem verður til“

„Ég tel dansbyltinguna skipta mjög miklu máli varðandi það að vekja athygli á málsstaðnum,“ segir Aðalheiður Borgþórsdóttir, sem heldur utan um dansbyltinguna Milljarður rís, á Seyðisfirði á morgun. Aðalheiður er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

„Kyrrstaða er ekki í boði“

„Ferðin er stórt skref í átt að æðsta markmiði fjölskyldunnar, sem er að troðfylla lífið af upplifunum, gæðastundum og samveru,“ segir Ágústa Margrét Arnardóttir, sem er á leið með alla fjölskylduna til Spánar þar sem hún ætlar að vera með börnin í svokallaðri heimakennslu, eða „world- eða wildschooling“.

Lesa meira

„Ég hvet foreldra til að liggja í leti og lesa“

„Ég vona svo sannarlega að þetta verkefni hafi áhrif,“ segir rithöfundurinn Gunnar Helgason sem hefur í vikunni ferðast um Austurlands, lesið úr verkum sínum fyrir grunnskólabörn og fjallað um mikilvægi lesturs.

Lesa meira

„Ég fékk annað tækifæri“

„Það skiptir mjög miklu máli að allir fái þessa fræðslu til þess að bregðast rétt við og koma einstaklingum undir læknishendur um leið og fyrstu merki verða um áfall,“ segir Elías Geir Austmann, en samtökin Heilaheill ætla að vera með opinn fræðslu- og kynningarfund á Reyðarfirði á laugardaginn.

Lesa meira

„Framsæknari, fjölbreyttari og frábærari en nokkru sinni“

„Ég ákvað þegar ég vaknaði í morgun að fimmtudagurinn 8. mars væri fullkominn dagur til að dúndra miðasölunni í gang,“ segir Ólafur Björnsson, framkvæmdastjóri Hammondhátíðarinnar á Djúpavogi, en miðasalan hefst á Tix.is í fyrramálið.

Lesa meira

„Mér finnst kleinur hluti af sjálfsmynd Íslendinga“

„Það liggja leyniuppskriftir um allt, eitthvað sem einhver amma, afi eða mamma geymdi bara í sínum kolli,“ segir Ingunn Þráinsdóttir á Egilsstöðum, sem biðlar nú til þjóðarinnar að grafa upp gamlar kleinuuppskrifti og deila með henni.

Lesa meira

„Þetta var frábær tímasetning“

„Ég er bara ótrúlega þakklátur og bið fyrir kærar þakkir til sjóðsins,“ segir Garðar Eðvaldsson, nemandi í saxafónleik í Basel Sviss, en hann er einn þriggja tónlistarmanna sem hlutu styrk úr minningarsjóði Ágústar Ármanns á dögunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.