


Slökun á Borgarfirði losaði um sköpunargáfuna
Tónskáldið Bára Gísladóttir þakkar dvöl á Borgarfirði eystra fyrir að hafa komið sköpunargáfu sinni af stað á ný. Bára var meðal þeirra sem tilnefnd voru til tónlistarverðlauna tímaritsins Reykjavík Grapevine í ár.
„Ég hef einmitt smakkað þannig hamborgara í Reykjavík“
„Krökkunum finnst ótrúlega gaman að fá ömmu og afa í hús, auk þess sem það er ekki á hverjum degi sem við fáum pönnukökur,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri á Lyngholti á Reyðarfirði, en eldri borgurum á staðnum var boðið í sólarpönnukökur í dag á Degi leikskólans.
„Ég vil hvergi annars staðar vera“
„Starfið leggst mjög vel í mig og ég er spennt fyrir komandi vikum og mánuðum. Vinna með flóttafólki getur verið erfið og flókin en á sama tíma mjög gefandi,“ segir Rakel Kemp Guðnadóttir, verkefnastjóri vegna fyrirhugaðrar komu flóttamanna í Fjarðabyggð. Rakel er í yfirheyrslu vikunnar.
Kvikmyndaferilinn hófst á Eiðum
„Eiðaskóli á stóran og merkan þátt í menningarsögu Austurlands sem ber að varðveita,“ segir Guðmundur Bergkvist, einn þeirra sem stendur að gerð heimildarmyndar um Alþýðuskólann á Eiðum sem nú er safnað fyrir á Karolina Fund.
Vildu komast í betra samband við grasrótina
„Eistnaflug er fyrst og fremst tónlistarhátíð, ein sú besta á landinu og verður það áfram,“ segir Jón Knútur Ásmundsson, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en vinnufundur í tengslum við tónlistarhátíðina verður haldinn á Hótel Hildibrand í Neskaupstað á fimmtudaginn.
„Svo er það bara að heilla þjóðina“
„Þetta hefur verið draumur síðan ég veit ekki hvenær,“ segir Eskfirðingurinn Eiríkur Hafdal, sem keppir ásamt félögum sínum í Fókushópnum í fyrri undanúrslitaþætti Söngvakeppninnar á RÚV annað kvöld, með lagið Aldrei gefast upp.
Sjö Austfirðingar á lista Röskvu
Sjö háskólanemar frá Austurlandi eru á framboðslista Röskvu, samtaka félagshyggjufólks í Háskóla Íslands, í kosningar til Stúdentaráðs. Kosið verður á miðvikudag og fimmtudag.